Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 107
ÚR SYRPUM JÓNS FRÁ ÞANGSKÁLA
Þarna urðu þeir að láta fyrir berast yfir skipinu brotnu vetrarlanga
nótt í kalsastórviðri, allir rennandi. Morguninn eftir var komið
betra veður, og sáust þeir í hólmanum úr landi, svo þeir fengu
skjótt hjálp.
FYRIRBOÐI
A reykjum á Reykjaströnd gekk sú saga mann fram af
manni, að undan mjög vondum veðrum sæist afar stór maður með
mjög barðastóran hatt, sitjandi á stórum, brúnum hesti beint fyrir
dyrum úti, þegar þeir, sem skyggnir voru, opnuðu bæjardyrahurð-
ina. Margar getgátur voru um forneskjusvip þennan. Aldrei auðn-
aðist mér að sjá hann, meðan ég dvaldi á Reykjum.
Á BRENNIVÍNSÖLDINNI
Einu sinni kom Baldvin skáldi inn í Gránufélagsbúð á
Sauðárkróki og sá afhent brennivín. Þá kvað hann:
Faktors þjónar fylla glös,
fæðist tjónið svínum;
hér er dóna drukkin kös
dimm fyrir sjónum mínum.
RÁÐ, SEM DUGÐI
Sú var oft venja Sölva Helgasonar, að setjast að á þeim
stöðum, þar sem honum var vel veitt og honum sýnd virðingar-
merki; sat oft langdvölum á slíkum stöðum án þess að biðja um
verustað, en hann þurfti mikið rúm fyrir málverkadót sitt og skap-
aði óþægindi fyrir heimilin, því hann var andvígur, ef fólk var of
nærgöngult honum.
105