Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 108
SKAGFIRÐINGABÓK
Eitt vor litlu eftir sumarmál kom Sölvi til hinna gestrisnu merk-
ishjóna, Stefáns og Guðrúnar á Heiði, og sat þar allt vorið, án þess
að sýna á sér nokkurt ferðasnið. Það var komið fram að vertíðar-
lokum við Drangey, og gekk fuglaveiðin við eyna vel um vorið.
Guðrúnu datt í hug, að ekki þyrfti nú mikið til að fyrta Sölva, svo
hann færi þaðan, án þess að særa karlskinnið með orðum. Henni
hugkvæmdist það ráð að sjóða langvíu í heilu lagi niðri í súpupott-
inum. Hún slægði svo langvíuna og þvoði hana mjög vel innan og
utan, svo hún spillti ekki súpunni. Þegar súpan var soðin, lét Guð-
rún vinnukonu sína færa sér stóran ask. Hún jós svo súpunni í ask-
inn, færði upp heilu langvíuna og stakk henni á höfuðið ofan í
súpuaskinn, svo fæturnir með sperrtum klónum á stóðu upp í loftið.
Guðrún tók svo beinskeið vel fágaða, úr hvalbeini, stakk henni of-
an í askinn með öðrum barminum, svo skaftendinn stóð aðeins upp
úr, fékk svo vinnukonunni askinn og sagði henni að afhenda Sölva
askinn, án þess að setja hann á borðið, með þessum orðum: „Hérna,
takm við, Sölvi." Sölvi undraðist þetta, varð nauðugur að taka á
móti askinum, en þegar stúlkan gengur fram gólfið, þeytir Sölvi
honum frá sér með þessum orðum: „Hvern andskotann á ég að gera
með þetta, það er eins og helvítis hræfugl með útþandar klær, sem
ætlar að rífa mann lifandi í hel," tekur saman dót sitt í skyndi,
kveður engan og kom aldrei eftir þetta að Heiði. (Eftir sögn Guð-
rúnar).
VEL AF SÉR VIKIÐ
Milli 1880—90 voru þeir taldir langhraustastir í Skefils-
staðahreppi, síra Magnús Jósefsson í Hvammi og Hjörtur hrepp-
stjóri Hjálmarsson á Skíðastöðum. Magnús var fílhraustur maður,
glímumaður mikill í skóla. Hjörtur var afar hraustur, en yfirlætis-
laus og prúður, svo menn vissu ógjörla um afl hans.
Haustið 1892 rak ég hross í hagagöngu fram í Skagafjörð með
Laxdælingum, Guðvarði Magnússyni á Hafragili, Þorvaldi Gunn-
arssyni á Þorbjargarstöðum og Hirti á Skíðastöðum. Þegar við kom-
106