Skagfirðingabók - 01.01.1966, Síða 109
ÚR SYRPUM JÓNS FRÁ ÞANGSKÁLA
um fram í Hólminn, þurftum við að skilja hrossin. Meiri hlutinn
af hrossunum átti að fara yfir um Vötnin í Blönduhlíðina, en við
Hjörtur ætluðum að fara með hin fram í Tungusveit. Illt var að
skilja hrossin, sérstaklega var það einn skjóttur foli, sem átti að fara
í Blönduhlíðina, en vildi fylgja hinum. Hann var með allra stærstu
hestum, trylltur og ótaminn.
Við Hjörtur vorum búnir að skilja okkar hross úr, þau sem áttu
að fara fram í Tungusveit, og stóðum á bakkanum við Húseyjar-
kvíslina. Þá kemur sá skjótti með flughraða í áttina til okkar. Þeg-
ar Hjörmr sér folann koma á þessari geysi flugferð, víkur hann sér
af bakkanum, svo folinn sjái hlið milli kvíslarinnar og hans. Þegar
folinn kemur jafnframt honum, stekkur Hjörtur með leifturhraða
í veg fyrir hann og spennir örmum um háls honum með því heljar-
taki, að hann hélt folanum eins og negldum niður. Sá ég, að Hjört-
ur beygðist örlítið aftur á bak, án þess að færast úr sporum. Við
rekstrarmenn horfðum fyrst undrandi á þetta, en komum svo og
beizluðum folann. Þorvaldi Gunnarssyni varð að orði við okkur
Guðvarð, án þess Hjörtur heyrði: „Það veit nú enginn, hvað Hjört-
ur er sterkur."
Á tímabili var álitið, að Jón Magnússon Ósmann og Hannes
Pétursson á Skíðastöðum á Neðribyggð væru hraustastir í Skaga-
firði.
Eitt haust var ég staddur inni á Sauðárkróki. Lá þá enskt fjár-
flutningaskip á höfninni, og var útskipunin að byrja á fénu. Voru
aðkomumenn beðnir að hjálpa til við framskipunina. Hannes á
Skíðastöðum var þar einn aðkomumanna, og var sagt í spaugi við
hann, að það munaði um, ef hann rétti hendur til hjálpar. Hannes
stóð utanvert við réttargrindurnar, greip sitt hvorri hendi ofan í
hrygginn á tveimur fullorðnum sauðum og kippti þeim eins og
vettlingum yfir grindurnar.
Eitt sumar, er Hannes Pétursson bjó á Skíðastöðum, vantaði hann
heytorf á útihey. Lét hann tvo ungfríska menn fara að rista torf, og
áttu torfurnar að vera 10 fet á lengd. Sjálfur ætlaði Hannes að
flytja torfið. Þeir ristu torfið í mýri nálægt. Þeir sjá svo, að Hannes
107