Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 111
FLJÓT í SKAGAFJARÐARSÝSLU
eftir GUÐMUND DAVÍÐSSON
frá Hraunum
Guðmundur Davíðsson, höfundur eftirfarandi ritgerðar, var
fæddur 22. janúar árið 1866 á Felli í Sléttuhlíð og lézt 1. októ-
ber 1942.
Foreldrar hans voru Davíð, er lengi var prófastur á Hofi í Hörg-
árdal, Guðmundsson, bónda á Vindhæli á Skagaströnd, Olafsson-
ar — og kona Davíðs, Sigríður Ólafsdóttir Gunnlaugssonar
Briem, bónda á Grund í Eyjafirði.
Guðmundur varð gagnfræðingur frá Möðruvallaskóla árið 1883.
Hann kvæntist árið 1892 Ólöfu, dóttur Einars B. Guðmunds-
sonar, hreppstj. og alþm. á Hraunum. Bjuggu þau hjón á Hraun-
um frá 1896—1918. Guðmundur dvaldist á Hraunum til dán-
ardægurs.
Guðmundur þótti góður búhöldur og hugkvæmur um marga
hluti, er að búskap laut. Honum voru falin margvísleg trúnað-
arstörf, og hann var „forgöngu- og stuðningsmaður helztu fé-
lags- og menningarmála í sveit sinni," segir Jón Sigurðsson á
Reynistað í Skagfirzkum æviskrám.
Sami höfundur lýsir Guðmundi svo: „Hann var rúmlega með-
almaður á vöxt og gjörvilegur, vel gefinn, fjölfróður og minn-
ugur. Hann var glaður og skemmtinn í góðra vina hóp og prúð-
menni."
Töluvert fékkst Guðmundur við ritstörf. Hann samdi ritið ís-
lendingabyggð á öðrum hnöttum I-II, Ak. 1929—30, auk rit-
gerða í blöðum og tímaritum. Hann safnaði þjóðlegum fróðleik
og lagði drjúgan skerf til ýmissa þjóðsagnasafna, ýmist sem skrá-
109