Skagfirðingabók - 01.01.1966, Qupperneq 112
SKAGFIRÐINGABÓK
setjari eða heimildarmaður, og átti bróðir hans, Olafur Davíðs-
son, þar góðan hauk í horni sem Guðmundur var.
Ritgerð þá, sem hér fer á eftir, samdi Guðmundur hálfáttræður
að aldri, árin 1940-—41. Hún ber þó engum ellihrumleika
merki, heldur þvert á móti skarpri og vakandi greind, óvenju-
legri athyglisgáfu og íhugun. Er þetta vafalaust langrækilegasta
lýsing Fljóta, sem samin hefur verið. Athyglisvert er hið fræði-
lega snið ritgerðarinnar og sá mikli jarðfræðilegi áhugi og
þekking, sem þar kemur fram. Náttúrufræðiáhugi, auk almennr-
ar fræðilöngunar, er kynfylgja margra ættmenna Guðmundar.
Og er Oiafur bróðir hans þar nærtækasta dæmið. Fleira kemur
til, er mun hafa glætt þennan áhuga. Guðmundur hafði Þor-
vald Thoroddsen að kennara í Möðruvallaskóla, og O'afur
dvaldist oft langdvölum hjá bróður sínum á Hraunum, er hann
vann að jurtarannsóknum sínum á hálendinu milli Skagafjarð-
ar og Eyjafjarðar.
Ritgerðin er hér prentuð eftir eiginhandarriti höfundar. Það
er í tveimur stílabókum, ritað smárri, áferðarfallegri og læsi-
legri hendi. Frumritið er í eigu Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
Handritinu er fylgt, að öðru leyti en þvi, er hér greinir: Sleppt
er kafla um fiskimið Fljótamanna. Gerir ritstjórnin ráð fyrir að
fella þann kafla inn í heildarlýsingu skagfirzkra fiskimiða, sem
ætlunin er að birta síðar í þessu riti. Sleppt er einnig tveim
kvæðum um Fljótin. Hefur höfundur sett þau í lok ritgerðar
sinnar og segir þau vera eftir tvo menn, sem hann nafngreinir
ekki. Kaflaskiptingu ritgerðarinnar er sums staðar smávægilega
hnikað til, þegar betur þótti á fara. Á örfáum stöðum eru máls-
greinar felldar niður, þar sem sýnilega var um endurtekningar að
ræða.
Þess má að lokum geta, að ekki hefur verið hirt um að aðgæta,
hvort jatðfræðilegar skoðanir höfundar standast fyllztu gagn-
rýni núlifandi fræðimanna í þeirri grein eða hvort höfundi ber
alls staðar saman við óbrigðular og tiltækar heimildir. Slík könn-
un og samanburður hefði verið mikið verk og naumast heldur
aðkallandi. S.B.
110