Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 113
FLJÓT
FORYRÐI
Ég cr enginn jarðfræðingur, hvorki að því er snertir eld-
gos eða ísaldir eða nokkuð annað, er jarðfræði snertir. Það, sem á
þessum blöðum er skrifað þessum málum viðkomandi, er því allt
eigin ágizkanir mínar, en engar fullyrðingar, sem aðrir þurfi að
taka svo sem algildan sannleika. En ég kann betur við að taka þetta
fram í eitt skipti fyrir öll, heldur en að vera að stagast á því í ann-
arri hverri línu, að þetta og hitt sé þannig og þannig „frá mínum
sjónarhól," „frá mínum bæjardyrum" eða „frá mínu sjónarmiði."
Auðvitað hefði verið hægt að lýsa landi hverrar jarðar all-nákvæm-
lega, en það hefði orðið alltof langt mál. Ennfremur hefði verið
hægt að taka fram dýrleika hverrar jarðar, en þess sé ég enga þörf,
þar sem aðgangur að slíkum fróðleik er gleggstur í hinum prent-
uðu jarðabókum frá fornu og nýju. En gaman hefði verið að gjöra
samanburð á þeim öllum. Það, sem hér fer á eftir, er aðeins heild-
aryfirlit, og geng ég að því sem vísu, að mörgum þyki alltof fljótt
yfir sögu farið, en öðrum, að alltof nákvæmlega sé lýst sums stað-
ar. Hjá þessu verður aldrei sneitt, og verður því hver og einn að
virða mál mitt eftir því, sem honum lýzt.
Það skal tekið fram, að þetta er tilraun til lýsingar sveitarinnar,
en ekki saga hennar eða fólksins, sem í henni hefir dvalið eða dvel-
ur nú. Slíkt hefði orðið alltof langt mál. Þó hefir ekki verið hægt
að komast hjá því að minnast lítið eitt á ástand sveitarinnar í menn-
ingarlegu tilliti, sérstaklega síðustu 40—50 árin og að sumu leyti
eins og ástandið er nú, 1941.
A. SVEITIN — HÉRAÐIÐ
Fljótin eru eitt hérað, og er nyrzta sveitin í Skagafjarð-
arsýslu austan Skagafjarðarins, og eru Hraun nyrzti bær sveitarinn-
ar. Ég get þess hér til gamans, að nyrzti bærinn í vestanverðri sýsl-
111