Skagfirðingabók - 01.01.1966, Síða 114
SKAGFIRÐINGABÓK
unni er Hraun á Skaga, og standast bæir þessir á, hvor á móti öðr-
um við „hið yzta haf."
Að Fljótunum liggja Ulfsdalir að norðan. Að austan liggja þess-
ar sveitir: Siglufjörður nyrzt, þá Héðinsfjörður, þá Olafsfjörður og
innst Svarfaðardalur. A bak við fjöllin, innan eða sunnan við Stífl-
una, er Kolbeinsdalur. Að Vesturfljótunum liggja þessar sveitir:
Sléttuhlíð, þá Höfðaströnd með Unadal og Deildardal og innst Os-
landshlíð.
I stórum drátmm skiptast Fljótin í Austurfljót og Vesturfljót.
Vesturfljótin skiptast afmr í Bakka frá Reykjarhóli að Móskógum,
Flókadal þaðan hringinn í kringum Flókadalinn að Tíðaskarði
og Akraás. Þá er eftir stór partur, sem nær frá Akraásnum að
Hamri og yfir allt Haganesið og er nefndur: I Vesturfljótum. Aust-
urfljótin skiptast í Stíflu, Miðfljót og Niðurfljót. Stíflan nær yfir
allt héraðið innan við Stífluhólana. Miðfljótin ná yfir partinn frá
Stífluhólunum beggja vegna Fljótaárinnar að Miklavatni, Hamri
og Brúnastaðaá og Niðurfljótin frá Brúnastaðaá að Hraunum. Mið-
fljótunum er oft skipt í Vesturkjálka frá Skeiði að Sléttu og Austur-
kjálka frá Hvammi að Minna-Holti.
Aður voru öll Fljótin einn hreppur, og hét hann Holtshreppur.
Var þá manntalsþing haldið á Stóra-Holti. En laust fyrir síðustu
aldamót var Fljótunum skipt í tvo hreppa, og heita þeir nú Holts-
hreppur, þ. e. Austurfljótin, og Haganeshreppur, þ. e. öll Vestur-
fljótin. Samt sem áður eru Fljótin öll ein þinghá, og er þingað í
Haganesvík.
B. GÍGAR
Eins og annars staðar á Islandi, er jarðmyndun í Fljótum
orðin til fyrir sakir áhrifa elds og íss. Bar þó meira og víðar á áhrif-
um íssins en eldsins að öðru leyti en því, að fjöllin bera alls staðar
sitt vitni um uppruna landsins.
A láglendi Fljótanna hefi ég orðið var við þrjá gamla gíga eða
þrjú gömul gígabrot eða jafnvel fjögur. Eru þrjú í Hraunalandi, en
112