Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 115
FLJÓT
það fjórða í Stífluhólum. Annars hefi ég hvergi orðið var slíkra
leifa í Fljótum.
Fast norðan við túnið á Hraunum rennur lítil á — svonefnd
Sauðdalsá eða Sauðá — er kemur úr Sauðdalnum út og upp undan
Hraunatúninu. Hér um bil 300 m fyrir utan nefnda á byrja gíga-
leifarnar. Hefir innsti gígurinn verið langstærstur. Liggur gíg-
urinn hálfur í sjó, en hálfur á landi, og mun þvermál hans vera
um þrír km við sjávarströndina. Liggja leifar af gígbarminum í
hálfhring frá sjó á svonefndum Olnboga, utan við Hraunakrókinn,
þaðan upp á Innri-Eggjar utan við Sauðána, síðan út Eggjarnar,
út undir Innri-Eggjabrekku og þaðan út og niður að sjó hjá Sel-
ánni. Það sem sést af gígnum er fullt af jökulruðningi. Þó mótar
víðast fyrir gígbarminum að austan og sums staðar að norðan, en
að sunnan hefir ísaldarruðningur innan úr Fljótadalnum — Aust-
urfljótum —• brotið hann gjörsamlega niður, og sést ekki á þeirri
hlið hans örmull eftir nema einstaka strýtur. Eru það stórir og smá-
ir hnöllungar, límdir saman með eldfjallaösku. Við suðurrönd gíg-
barmsins eru stórgrýttar og miklar urðir, sem hafa borizt þangað
með ísstraumnum innan að og stöðvazt þar, en sumt þessa stórgrýt-
is hefir oltið inn í gíginn, þegar barmur hans brotnaði.
Neðan undir svonefndum Hrólfsvallakambi eru leifar miðgígs-
ins. Þessar leifar eru og fast við sjó, og mun nokkur hluti þeirra vera
sævi hulinn. Þessar gígleifar eru um 2—300 m norðan við Selána.
Nú sést hvergi móta fyrir gíg þessum nema að austan, og er það
Hrólfsvallakamburinn. Er gígurinn fullur af ísaldarruðningi.
Yzti gígurinn er langt fyrir norðan miðgíginn. Hann er og fast
við sjó, og mun mikill hluti hans vera í sjó. Hann er niður undan
svonefndum Ytri-Tjarnardölum, norðvestan við svonefnt Kvígildi.
Sá hluti hans, sem á landi liggur, er fullur af ísaldarruðningi, og
heitir þar Skógur. Nafn þetta er fornt, þótt nú sé allur þessi fláki
hulinn melöldum og lynglautum. Þó hefi ég fundið þar bæði reyni-
plöntur og bjarkarplöntur. Hafa plöntur þessar verið smáar og að-
eins til þess að minna á forna frægð staðarins. Er nokkurn veginn
augljóst, hvaðan þeir ísaldarruðningar hafa komið, sem brotið hafa
niður gíga þessa og fyllt þá. Aðalstraumurinn innan úr Fljótadaln-
8
113