Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 116
SKAGFIRÐIN GABÓ K
um hefir brorið innsta gíginn. Annar straumurinn hefir komið úr
Sauðdalnum og sá þriðji úr Hraunadalnum. Hafa allir þessir
straumar til samans brotið gígbarmana og fyllt gíginn jökulruðn-
ingi.
Jökulruðningur úr Hrólfsvalladal og Hraunadal hefir brotið og
fyllt miðgíginn, sem nefna mætti Hrólfsvallagíg. En sá straumur,
sem brotið hefir og fyllt nyrzta gíginn, sem nefna mætti Skógar-
gíg, mun að nokkru leyti hafa komið úr Hrólfsvalladalnum og að
nokkru leyti norðaustan að frá fjalli því, sem þar er.
I Stífluhólum er dálítill blettur, sem nú heitir Geitagerði, og er
helzt svo að sjá, að þar sé gamlar gígleifar. En hvort þarna hefir
gosið nokkurn tíma eða að þessar menjar hafi borizt þangað ann-
ars staðar frá, er mál, sem ég get ekki skorið úr.
C. LAUGAR OG ANNAR JARÐHITI
I SAMBANDI við eldsumbrot má minnast á iaugar og ann-
an jarðhita í Fljótunum.
Laugahiti er víða og þurr jarðhiti sums staðar, t. d. á Hraunum.
Þar er þurr jarðhiti á nokkurum stöðum í urðum og þó einkum í
hrygg nokkurum, sem liggur frá austri til vestur sunnan við svo-
nefnda Heljarrröð. Hvergi hefi ég orðið var við laug í Hraunalandi,
þó eru velgjur í lækjum, sem koma undan Hraunahausum sunnan
og austan við Hraunatúnið. Annars staðar í Fljótunum eru víða
laugar og skulu þær taldar hér á eftir:
1. Lambanesreykjalaug: Sú laug er nálægt Miklavatninu og
nokkru neðan við bæinn. Mýri er vestan við laugina, og er
jarðhiti í henni allri.
2. Reykjarhólslaug í Austurfljótum. Hún kemur upp úr háum
strýtumynduðum hól, sem er h. u. b. 200 m fyrir sunnan og
ofan túnið á Reykjarhóli.
3. Hólalaug norðan undir hólum þeim, sem bærinn er við
kenndur.
114