Skagfirðingabók - 01.01.1966, Qupperneq 119
FLJÓT
um. Það er augljóst mál, að framburður svona víðáttumikils
straums hefir hlotið að bera með sér kynstrin öll af aur og leir, sem
hann skóf upp úr dalbotnunum. Þar að auki sprengdi ísstraumurinn
kletta úr fjöllunum og muldi þá í smærri steina og sand. Allt þetta
bar svo ísstraumurinn með sér, þangað til það var orðið ofurefli
hans að aka rusli þessu lengra á undan sér, en við það hrúgaðist
ruðningurinn upp og myndaði Stífluhólana. Náði ruðningurinn
hátt upp í hlíðar, einkum að austanverðu, og hefir því sennilega
valdið ísstraumurinn, sem kom úr Tungudal vestan á aðalstraum-
inn. Hefir smám saman myndazt vatn innan við þessa þvergirðingu,
og það hefir smám saman hækkað eða dýpkað, þar sem ekkert
framrenncli var til nema í gegnum ruðninginn. Vatnið hefir þá að
líkindum náð alla leið eftir endilangri Stíflunni alveg inn í Hvarf-
dalsbotn. Isstraumurinn hjaðnaði eftir því, sem tímar liðu, en vatn-
ið hækkaði jafnt og þétt. Loks varð þungi þess á þvergirðingunni
svo mikill, að það braut sér farveg í gegnum hana, þar sem hún
var lægst vestur við svonefnda Gautastaðahlíð. Eru þar nú þröng
og djúp gljúfur. Þegar norður úr gljúfrunum kemur, myndaðist á,
sem nefnist Fljótaá, og rennur hún að mestu leyti eftir láréttu landi
alla leið norður í Miklavatn. En nú fjaraði vatnið óðum út og varð
grunnt mjög. Þá var ísröndin horfin svo langt inn í dalinn, að hún
náði ekki lengra til norðurs en á móts við mynni Móafellsdals. En
ruðningurinn úr fjöllunum hélt áfram langan tíma ennþá, og við
það myndaðist þvergirðing sú, sem nú er yfir dalinn á milli Móa-
fells og Þrasastaða. En það eru innstu bæirnir í Stíflunni. Mynd-
aðist þar stöðuvatn innan við þessa þvergirðingu. Þetta vatn braut
sér líka farveg norður á bóginn fast við vesturhlíðina, þar sem sú
þvergirðing var lægst, og hefir lægð þessari valdið mótstaða ís-
straumsins úr Móafellsdalnum. Við þessa framrás sjatnaði vatnið
og hvarf að lokum. Eru nú sléttar starengjar, þar sem vatnið var
áður. Nú er þessi ísaldarruðnings þvergirðing að mestu grasi vaxin.
Þó eru breiðir melhólar á stöku stað og austan til samfelld breiða,
og ber nokkuð hátt á henni, einkum þar sem nú er meginið af
Þrasastaðatúninu og bæjarstæðið.
Stífluhólarnir þar á móti eru háir strýtumyndaðir hólar flestir
117