Skagfirðingabók - 01.01.1966, Qupperneq 120
SKAGFIRÐI N GABÓK
og djúpir dalir á milli. Liggja þeir allir frá norðri til suðurs og eru
augsýnilega rennur, sem ísstraumurinn hefir grafið á Ieið sinni
norður eftir.
Rétt utan við Stífluhólana skerst inn í vesturfjöllin dalur einn,
er nefnist Skeiðsdalur. Ur honum hefir komið mikil ruðningsspýja,
og hefir hún í sambandi við aðalstrauminn myndað svonefndan
Gullhól og dálitla hávaða þar í kring og ennfremur talsverða háv-
aða, þar sem nú er tún og bær á Skeiði.
Enginn dalur skerst inn í austurfjöllin alla leið innan frá Lág-
heiði og norður að Stóra-Holti. Upp undan Stóra-Holti er svonefnd-
ur Holtsdalur, og byrgir fyrir dalsmynnið, heiman að að sjá, stór og
hár ás, svonefndur Holtsás. Nær hann alla leið frá fjallsrótunum
ofan til við Stóra-Holt út og vestur og endar í svonefndum Ketilás.
En hann er fast við sléttlendið inn af Miklavatni. Holtsdalur mun
vera dalur sá, er til forna hét Mjóidalur. Frá Holtsdalnum ganga
austur í fjöllin: Olafsfjarðardalur og Héðinsfjarðardalur. Úr öllum
þessum dölum hafa á ísöld komið ísstraumar miklir, en þó mestir úr
Holtsdalnum (Mjóadalnum). Er dalurinn langur og þröngur og því
mestur kraftur orðið þaðan. Sést þetta glögglega af því, að spýj-
urnar úr hinum dölunum tveimur hafa ekki haft orku til þess að
brjóta sér farveg beina leið, heldur hafa þær lent í straumnum, sem
kom úr Holtsdalnum, og fylgzt með honum á sæ út. En aðalstraum-
urinn innan Fljótin rakst á Holtsdalsstrauminn, og mynduðu þeir
síðan á milli sín áðurnefndan Holtsás og Ketilás. Er ekki ólíklegt,
að Ketilásinn hafi í þann tíð verið eyja umflotin sjó á alla vegu,
því að sennilega hefir sjór þá náð inn undir Stífluhóla.
Norðan við Héðinsfjarðardalinn skerst dalur austur í fjöllin, og
heitir hann Nautadalur, og litlu norðar annar dalur, sem heitir
Torfdalur. Ur báðum þessum dölum hafa komið miklir ísstraumar,
og hafa þeir rutt á undan sér miklum jökulruðningi. Hafa þessir
straumar í sambandi við strauminn úr Mjóadal og aðalstrauminn
myndað geysistóran hól á milli sín við sæ fram, og heitir sá hóll
Lambanesás. Sunnan og austan við hól þenna eru flesjur nokk-
urar þaktar stórgrýtisbjörgum, smágrýti, lyngi og mýraflákum.
Eru þessar flesjur aðdragandi frá fjallsrótum að Lambanesásnum.
118