Skagfirðingabók - 01.01.1966, Qupperneq 121
FLJÓT
Hefir nokkur hluti spýjunnar úr Nautadalnum og Héðinsfjarðar-
dalnum urgað djúpt niður í jarðveginn norður með Lambanesásn-
um að austan, og eru þar nú sléttar engjar, svonefndur Engjadalur.
Ur Torfdalnum hefir ísspýjan lent saman við strauminn úr hin-
um tveimur framannefndum dölum. En vegna aðalstraumsins inn-
an úr héraðinu hefir Torfdalsstraumurinn sveigzt til hliðar norður
á við og myndað dálítinn hávaða, svonefnt Reykjaleiti (kennt við
bæinn Lambanessreyki). Er það þakið smáhólum með stórgrýti og
Ieirflögum, lyngi og mýradrögum á milli.
Norðan við Torfdalinn skerst svonefndur Sauðdalur austur í
fjöllin, og er fjallið Hraunahausar á milli þessara dala, og stendur
bærinn Hraun vestan undir Hausunum. Ur Sauðdalnum hefir kom-
ið mikil spýja, því nær beint í vestur og hefir í sambandi við aðal-
strauminn myndað háan og langan hrygg, sem náð hefir frá fjalli
til fjöru, eins og þá var sævi háttað, sunnan til við Sauðdalsmynnið.
Þessi spýja hefir svo rekið sig á aðalstrauminn og hjálpað honum
ril að brjóta niður syðri barm innsta gígsins, sem áður er nefndur.
Hraunadalur og Hrólfsvalladalur skerast báðir austur í fjöllin
nokkuru norðar en Sauðdalurinn. Ur þeim báðum hafa komið ís-
ruðningsspýjur, og er þeirra áður getið í sambandi við gígana á Al-
menningunum.
Það, sem nú hefir verið sagt, á við þær ísaldarmenjar. sem ég
hefi orðið var við í Austurfljótunum, og er frá öllu skýrt í stórum
dráttum, fremur til þess að gefa mönnum hugmynd um landslagið
en til þess að skýra það jarðfræðilega.
í Austurfljótunum eru víða smáhólar og hæðir, sem sennilega
er myndað af ísaldarruðningi, og má nefna sérstaklega Rauðhól
og Sléttuás. Er Rauðhóll stakur hóll við Fljótaána, en ásinn er á
milli jarðanna Sléttu og Stóru-Brekku.
I jarðveginum niður undan Sauðdalsmynninu ber sérstaklega
mikið á ranSum leir. Er lag þetta víða 1—2 fet að dýpt. I sjávar-
bökkunum niður undan Hraunadalnum ber mikið á rauðum leir. Er
hann ennþá sterkrauðari en sá, sem áðan var nefndur. Annars ber
talsvert á ýmislega litum leir — rauðum, bláum, grænum og hvít-
um — í ruðningi þeim, sem fyllir gígana, er áður eru nefndir.
119