Skagfirðingabók - 01.01.1966, Síða 122
SKAGFIRÐINGABOK
II. Vesturfljót
Fjallið Barð skilur á milli Austurfljóta og Vesturfljóta.
Aðalland Vesturfljótanna er Flókadalur. Dalur þessi er langur og
ganga út frá honum ýmsir smærri dalir, einkum til vesturs. Aðeins
einn dalur skerst úr honum að austan. Skerst hann suðaustur í f jöll-
in, suðaustan við bæinn Barð og heitir Brunnárdalur. Norður allan
Flókadalinn hefir ísaldarstraumurinn stefnt og runnið og rutt á
undan sér ógrynnum af aur og möl. Hefir ruðningur þessi myndað
tvær þvergirðingar í Flókadalnum. Er önnur vestanvert við Akra-
ás, en hann er hár hóll vestur undan Barði. Hin þvergirðingin er
innan við Krakavelli, sem er innsti bærinn í Flókadal að austan-
verðu. Er sú girðingin miklu lægri en sú nyrðri, en talsvert breið.
Er hún þakin stórgrýti, og eru sléttar engjar fyrir framan girðing-
una. Framrás ísstraumsins í gegnum girðingu þessa hefir orðið fast
vestur við fjallshlíð, og hefir þar myndazt á, sem rennur norður
Flókadalinn út í Flókadalsvatn. Úr Flókadalsvatninu rennur á fast
vestur við fjall og norður í Hópsvatn.
Þegar þessir tveir aðalstraumar — úr Austurfljótunum og Flóka-
dalnum — mættust utan við fjallið Barð, urðu hörð átök á milli
þeirra. FlókadaFstraumurinn leitaðist við að komast austur á bój-
inn, en hinn vildi komast vestur efrir. Þessi átök stóðu í margar
aldir, og alltaf barst ruðningur mtð hvorum straumnum fyrir sig
norður eftir. A takmörkum srraumanna varð ruðningurinn mestur
og hrúgaðist þar upp, en hélt samt stöðugt áfram norður eftir. Og
endirinn á þessum bardaga varð myndun Haganessins og upplendi
þess, alla leið upp að fjalli. Er nes þetta breitt að innanverðu, en
mjókkar, þegar norðar dregur, og endar í mjóum rana, sem heitir
Haganesborg. A Haganesinu er margs konar landslag. Þar eru mýr-
ar og flóar, hrís og lyng og holt og melar, og mór er þar mikill í
jörðu. Sums staðar standa afar stórir steinar upp úr melunum og
leirflögunum. Sker eru í sjónum langt út eða norður af Haganes-
borginni, og er augsýnilegt, að þangað, sem skerin enda, hefir Haga-
nesið náð fyrrum, og eru þau leifar ísaldarruðnings — stór björg,
sem orðið hafa eftir, þegar sjórinn eyddi jarðveginum ofan af þeim.
120