Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 124
SKAGFIRÐINGABÓK
Mylur sjórinn árlega norðan af nesinu, og má sjá dálítinn mun á
þessu á s. 1. 40—50 árum. Stór björg eru og hingað ogþangað með
fram Haganesinu beggja vegna — sjávar megin og Miklavatns
megin — og hafa þau óefað borizt með ísaldarstraumunum innan
úr landinu.
Vestan við Flókadalinn er strandlengjan fremur mjó. Eru víð-
ast hvar mýrarflóar meðfram sjónum, en harðvelli við fjallið, grýtt
og fremur ógreiðfært yfirferðar. Veldur því að mestu hrun úr fjall-
inu, sem er snarbratt á löngum kafla.
Stafá skilur á milli Fljóta og Sléttuhlíðar. Kemur á þessi úr svo-
nefndum Stafárdal. Sá dalur er nokkuð langur, þröngur og djúpur.
Hefir þar borizt fram mjög mikið af aur og grjóti. Hefir sá straum-
ur rekið sig á Flókadalsstrauminn, sem hefir leitað norður og vest-
ur með landinu, þegar dölunum sleppti, en Stafárdalsstraumurinn
hefir leitað norður og austur. Þar sem straumar þessir mættust,
myndaðist dálítið undirlendi, og á einum stað hefir ruslið úr báð-
um straumunum hrúgazt upp og myndað háan hól, svonefndan
Reykjarhól, yzt við sjóinn. Á einum stað hefir Stafárdalsstraumur-
inn grafið sig í gegnum fjallið norðan við sig og myndað þar dálít-
inn dal, svonefndan Reykjarhólsdal, og hefir ruðningsspýja sú, er
þaðan kom, hjálpað til að byggja upp Reykjarhólinn Fellur sjór
fast að hólnum að norðanverðu og étur úr honum árlega, enda er
hann þeim megin mjög sæbrattur alveg upp undir topp.
Það hefir áður lítillega verið minnzt á Akraásinn, og þar er þess
getið, að hann sé vestur undan Barði. Er hvilft talsverð á milli áss-
ins og fjallsins, og heitir sú hvilft Tíðaskarð — syðsr. Hefir ís-
straumurinn úr Brunnárdal grafið hvilft þessa og þannig hjálpað
Flókadalsstraumnum og Austurfljótastraumnum til að byggja
upp Akraásinn og hávaðaflesjur þær, sem liggja út frá Barðinu.
122