Skagfirðingabók - 01.01.1966, Síða 125
FLJÓT
E. FJÖLL
Af öllum fjöllum í Fljótum eru Illviðrishnjúkarnir nafn-
kenndastir. Þeir eru utarlega á Almenningum norðan við Hrólfs-
valladalinn. Þeir eru þrír, og er austasti hnjúkurinn hæstur. Má sjá
hæð þeirra og annarra fjalla í Fljótum á hinu nýja herforingjaráðs-
landabréfi. Voru hnjúkarnir lengi taldir hæsta fjallið í Fljótum, en
eftir mælingu herforingjaráðsins er Grænavallahnjúkurinn nokkur-
um metrum hærri. Hann er upp undan Illugastöðum í Austurfljót-
um. En sjómenn hafa sagt mér, að til þeirra sæist lengst af sjó,
enda kæmu þeir fyrst í ljós, þegar siglt væri að landi, og kemur
þetta sennilega til af því, að hnjúkarnir standa norðar og nær sjó.
Fyrir botni Hvarfdals er fjall, er Háfjall nefnist. Norðan í því
fjalli er stór skafl, er aldrei þiðnar með öllu, að minnsta kosti hef-
ir það eigi orðið á s. 1. 45 árum. Þá er mjög einkennilegt fjall á
milli Móafellsdals og Tungudals. Það heitir Tungufjall og liggur
frá vestri til austurs. Þegar horft er á það norðan frá, dettur manni
í hug þríhöfðaður þussi úr þjóðsögunum, því að upp úr fjallinu
standa þrír tindar eða hausar með djúpum skörðum á milli. Vest-
asti hausinn heitir Hamrahnjúkur. Er hann snarbrattur að austan
og hengiklettar. Austan við hann er stór haus bunguvaxinn og heit-
ir Breiðikollur. Austast er svonefnd Hamarshyrna. Það er kletta-
haus og má heita þverhníptur að austanverðu.
A milli Heljardals og Skeiðsdals er breitt fjall, sem endar í rana
upp undan Skeiði, og heitir fremsti raninn Skeiðshvrna. Utan við
Skeiðsdalinn byrjar fjallið Barð, og er það á milli Skeiðsdalsins og
Brunnárdalsins. Nær það alla leið norður undir bæinn Barð. Ymis
fleiri fjöll með sérstökum nöfnum eru í Austurfljótunum, en þeirra
er ýmist getið annars staðar í ritgjörð þessari eða þá að vísa verður
til á herforingjaráðsuppdrættinum.
I Vesturfljótunum er norðast í Flókadalnum að austanverðu fjall
eitt eða hnjúkur, sem heitir Sótahnjúkur. En að öðru leyti munu
flest fjöll þar kennd við bæi þá, sem næst þeim standa, og sömuleið-
is dalirnir og fjallaskörðin.
123