Skagfirðingabók - 01.01.1966, Qupperneq 126
SKAGFIRÐINGABÓK
F. VÖTN
Stöðuvötn eru mörg í Fljótum, og mun héraðið draga
nafn af þeim, en ekki fallandi vötnum eða ám. Eru þær flestar litl-
ar. Stærstar eru Fljótaá og Flókadalsá. Fyrir innan Stífluhólana
heitir Fljótaáin Stífluá, og renna í hana þar í Stíflunni Móafellsá,
Tunguá og Húnsstaðaá. Neðan við Stífluhólana falla í hana Skeiðs-
á, Brunná og Brúnastaðaá. Er Brúnastaðaá þeirra mest og þó fremur
vatnslítil. I hana renna ár úr Holtsdal, Olafsfjarðará og Héðins-
fjarðará úr samnefndum dölum. Eftir að þessar þrjár ár koma sam-
an, heita þær Brúnastaðaá, og fellur hún í Miklavatn að austan-
verðu innst. Stífluáin fellur í gegnum Gautastaðavatn, en Fljóta-
áin út í Miklavatn. I Flókadalsvatn rennur Flókadalsáin. I hana
renna ýmsar smáár. Ur Flókadalsvatninu fellur á um svonefndan
Laxós út í Hópsvatn. Heitir Dælarós, þar sem hún kemur í vatnið,
en þar sem hún fellur til sjávar úr Hópsvatninu, heitir Sandós.
Flest vötn í Fljótum eru smá. A Tungudal í Stíflu er allstórt
vatn. Dregur það nafn af dalnum. Það er djúpt mjög að sögn. Sil-
ungur er nokkur í vatninu, tn er lítið veiddur á þessum tímum. Er
talið, að ekki megi hafa kænu við vatnið sökum einhverra álaga,
sem á því hvíla, og víst er það, að á s. 1. 40 árum hefir tvisvar verið
reynt að hafa kænu á vatninu, en í bæði skiptin hafa þær brotnað
í spón.
I Heljardal upp undir Gautastöðum er dálítið vatn, sem heitir
Heljarvatn. Það er aldautt vatn, og sést þar aldrei fiskur eða fugl,
nema tveir svartir fuglar. Eru þeir sí og æ á vatninu, vetur og sum-
ar — enda eru það sagðir afturgengnir tveir fornmenn: Gauti og
Þorgautur, nágrannar frá Gautastöðum og Þorgautsstöðum. Varð
nábúakritur svo magnaður á milli þeirra, að þeir bárust á banaspjót
og drápu hvor annan. En ekki hætti ósamlyndið og hatrið fyrir
því, og nú rífast þeir alltaf á Heljarvatninu ár og síð og alla tíð.
Innan við Stífluhólana er Gautastaðavatn. Reyndar eru þau tvö,
en-samgangur á milli. I vötnum þessum er dálítið af silungi fremur
smáum. Er hann nokkuð veiddur frá Gautastöðum og Tungu. Er
124