Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 127
FLJÓT
sagr, að uppgönguauga sé í vatninu, og hverfur silungurinn úr því
á vetrum, en kemur aftur að vorinu, þegar ísa leysir. Fremst á
Skeiðsdal er lítið vatn, en nokkuð djúpt, og er í því enginn silung-
ur né önnur kvikindi.
A Almenningum eru tvö dálítil vötn hvort nálægt öðru, og
heitir ytra vatnið Arnbjarnarvatn. Það er fast upp undir fjallshlíð
utan og vestan undir Illviðrishnjúkunum, en vestan undir svonefnd-
um Skrámubrúnum. Það er lítið ummáls, en alldjúpt. Er í því
nokkur smásilungur, en ekkert veiddur. Hefi ég heyrt, að nokkur-
um áratugum áður en ég kom í Hraun hafi veiðzt í vatni þessu á
einum degi fullur hestburður af silungi. Síðan hefir það ekki verið
reynt. Syðra vatnið er stærra ummáls, en mikið grynnra. Ekki veit
ég til þess, að silungur sé í því vatni, enda enginn samgangur á
milli vatnanna.
I Vesturfljótunum er Flókadalsvatn og Hópsvatn. Flókadalsvatn
er nyrzt í Flókadalnum innan við Akraásinn. Það er fremur grunnt,
en allstórt. Silungsveiði er talsverð í þessu vatni og jafnvel lax. Enn-
fremur er silungsveiði í Hópsvatni. I Hópsvatni eru nokkurir hólm-
ar, flestir byggðir af manna höndum, og heita þeir eftir bæjum
þeim, sem þeir liggja undir: Barðshólmi, Móshólmi, Langhúsa-
hólmi og tveir Haganeshólmar. Er æðarvarp í þessum hólmum.
Stærst allra vatna í Fljótum er Miklavatn. Það liggur á milli
Austur- og Vesturfljóta yzt við sjó. Það er um 5 km að lengd og 2
—3 km að breidd. Er það breiðast úti undir sjónum, en mjókkar,
þegar innar dregur, og bendir þetta meðal annars til þess, að
þarna hafi sjór verið fyrr á öldum. Vatnið er misdjúpt. Dýpst hefir
það verið mælt 22 m suður og fram af Lambanesi. Annars er það
nokkuð jafndjúpt, 10—15 m uppi undir marbakkanum, sem víðart
er nærri landi. Jafngrynnst er það að norðvestan og norðanverðu.
Eru þar í því þrír hólmar: Djúphólmi, Grunnhólmi og Seleyri,
flæðir yfir hana í vorleysingum og þegar miklar rigningar ganga.
Innst í vatninu er Brúnastaðahólmi, vaxinn víðiskógi. Þar er æðar-
varp, en í engum hinna í Miklavatni.
Þar sem Miklavatn fellur til sjávar, heitir Hraunaós. Frá ómuna-
tíð féll Hraunaós fast vestur við Haganesborg, en árið 1894 bar
125