Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 128
SKAGFIRÐINGABÓK
brim möl fyrir ósinn, og stíflaðist hann með öllu. Hækkaði þá svo
mikið í vatninu, að það flæddi yfir malarkambinn, og er hann þó
víðast 2—3 m hár. Varð vatnsþunginn loks svo mikill, að malar-
kamburinn sprakk í sundur nokkuru austar en ósinn hafði áður ver-
ið, og varð það hyldjúpur ós. Hélzt þessi ós við í mörg ár. Hafði
hann árlega verið að færa sig vestur á bóginn, unz hann var kominn
í sínar gömlu skorður. En þá ruddi vatnið sér farveg um 1 km aust-
ar en hann hafði verið, og þar fellur ósinn ennþá (1940), en er þó
alltaf að smáfæra sig vestur eftir aftur. Þegar Hraunaós breytti um
farveg 1894, varð hann, eins og áður er sagt, hyldjúpur. Gengu þá
ýmsar sjóskepnur inn í vatnið, t. d. þorskur og ýsa, ufsi og skar-
koli og síld. Hrygndi þorskurinn í vatninu í mörg ár og sömuleið-
is ufsi og skarkoli. Var þá mikil veiði í vatninu vetur og sumar
af þessum sjávardýrum, en silungsveiðin hvarf þá að miklu leyti.
En smám saman þvarr veiði þessara aðkomuskepna, og óx þá sil-
ungsveiðin aftur.
Þegar Hraunaós breytti sér í annað skipti, fór á sömu leið og í
fyrra skiptið, að ýmsar sjódýrategundir streymdu inn í vatnið og
ílentust þar, og er nú dálítil veiði af þeim, en að sama skapi hefir
silungur minnkað.
Rétt áðan minntist ég á Djúphólma og Grunnhólma í Mikla-
vatni. Báðir þessir hólmar voru upphaflega eyrar, svipaðir Seleyr-
inni, en um 1860 átti að reyna að koma æðarvarpi á þarna. I því
skyni var ekið miklu af stórgrýti á eyrarnar og myndaðir dálitlir
hólmar. Var síðan flutt mold og grassvörður ofan á stórgrýtið. En
þetta varð til einskis: ísinn á Miklavatni skóf allan grassvörð og
alla mold á burtu, og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í þessa átt, fór
svo, að aldrei varð neitt úr æðarvarpinu, og standa nú hólmarnir
auðir og berir.
Þá er enn ótalinn langstærsti hólminn í Miklavatni, svonefndur
Stakkgarðshólmi. Hann er nú áfastur við Hraunamölina, en fyrir
um 60 árum var lón samanhangandi á milli hans og malarinnar.
Voru þá grasi vaxnir langir tangar austur og vestur úr aðalhólm-
anum, en hann sjálfur er grasi vaxinn hóll, flatur að ofan og að
miklu leyti sléttur. Nú eru tangarnir horfnir að mestu leyti undir
126