Skagfirðingabók - 01.01.1966, Síða 129
FLJÓT
hnöllungsgrjót, er sjórinn hefir borið yfir þá í stórbrimum. Er nú
ekki eftir af hólmanum nema sjálfur hóllinn. Hóllinn er allstór,
eða um 240 m að lengd og um 40 m að breidd, þar sem hann er
breiðastur. A hólmanum er æðarvarp og heyrir undir Hraun. Auk
þess verpir fuglinn víða á mölinni sjálfri og mikið norðan til við
vatnið austanvert á svonefndu Flæðanefi og víðar norðan vatnsins.
Jarðlög í Stakkgarðshólmanum eru dálítið einkennileg. Efst er
gróðurmoldarlag um eitt fet, þar undir er sandlag um eitt fet, þar
fyrir neðan er sambreyskingur af möl og leir, og er mölin lítið brim-
sorfin eða ísnúin. Þá kemur rauðleitt lag, og er það nokkurs konar
mold. En hún flysjast í sundur, og neðst er aftur sandlag. Eg gróf
einu sinni súrþaragryf ju í Stakkgarðshólmanum, og var í gryf junni
jarðlög eins og ég hefi lýst hér að ofan. Neðst í gryfju þessari rakst
ég á ofurlitlar hlóðir úr smásteinum, flötum. Svolítið af viðarkol-
um var þar í kring og í hlóðunum. Hjá þeim lágu smá hvalbein.
Þessi mannvirki hljóta að vera afskaplega gömul. Sums staðar í
hólmanum vantar þetta flysjulag, en sandlagið — það efra að
minnsta kosti — er alls staðar. Sums staðar er stórgrýti niðri í jarð-
veginum, og stórgrýti er víða í fjörunum vatns megin.
G. HRAUNAMÖL OG STAKKGARÐSHÓLMI
A milli Miklavatns og sjávar er malarkambur, sem heitir
Hraunamöl. Er hún að mestu leyti smáhnöllungar og smámöl. A
milli Hópsvatns og sjávar er líka malarkambur, sem heitir Haga-
nessandur. Er kambur þessi smámöl að ofan og sunnan, en fínn
ægisandur að utan, sjávar megin.
Hvernig hafa nú þessar malir myndazt, því að auðsætt er, að
upphaflega hefir sjór náð langt inn í landið og þá engar malir verið
til, þar sem ísaldarhellan stóð botn fram á talsvert mikið dýpi? En
alltaf ýtti hún á undan sér ógrynnum af aur og grjóti langt á sjó
út. Myndaðist af þessu garður mikill neðansjávar framan við ís-
helluna. Fór þessu fram öld eftir öld, og veit enginn hve lengi.
127