Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 130
SKAGFIRÐINGABÓK
Smám saman fór landið að hækka. En fyrst framan af hafði þetta
engin áhrif á íshelluna, hún hélt áfram sinni stefnu á sæ út. Eftir
því sem aldirnar liðu, fór að hlýna í lofti, og íshellan fór smám
saman að bráðna. Fór þá og að brotna framan af hellunni, og fóru
þá einnig fjallatindar að koma upp úr henni hingað og þangað. En
úr fjöllunum, sem upp úr komu ísnum, hrundi niður á ísinn og
fluttist síðan með honum áleiðis til sjávar eftir dölum og öllum
skorningum. Sumt komst ekki nema nokkuð niður eftir dölunum,
en sumt komst alla leið. Eg hefi áður bent á, að mikil feikn hafa
borizt innan Austurfljótin með þeim straum, er þaðan kom. Þessi
straumur hefir skafið fjallshlíðarnar og urgað dalabotnana, og allt-
af hefir hann bætt við garðinn, sem straumurinn ýtti á undan sér,
þangað til var komið út á svo mikið dýpi, að ísinn stóð ekki lengur
botn. Nokkuð af ísruðningnum lenti eða staðnæmdist við innsta
gíginn, sem áður var nefndur — Hauðnuvíkurgíginn — og eru þar
nú urðir miklar og margir hólar vestur undan þeim niðri við sjó.
Svo hækkaði landið smám saman, en við það flæddi sjórinn
burtu úr víkum og vogum og varð þurrt land, þar sem áður var
sjór, og íshellan gekk til baka. Eftir margar aldir var svo komið,
að garðurinn, sem ísinn hafði ýtt á undan sér, var orðinn sýnilegur
ofansjávar eða þá rétt undir yfirborði sjávarins. Seinna kom svo, að
garður þessi hvarf aldrei með öllu, þótt háflæði væri. Isinn eða
norðurjaðar hans dróst hægt og hægt til baka, og myndaðist þá lón
á milli hans og garðsins. Lón þetta breikkaði smám saman eftir því,
sem ísinn bráðnaði, og svo fór að lokum, að úr lóninu varð stöðu-
vatn það, sem nú heitir Miklavatn, en að vísu miklu stærra. Af
ísruðningnum er það að segja, að smátt og smátt fór sjórinn að
hafa áhrif á hann norðan frá. Ymist braut hann skörð í garðinn eða
fyllti þau aftur, en einlægt mjakaðist hann innar og lengra upp á
grynnslin. Seinast var garðurinn orðinn svo breiður og hár, að sjór-
inn vann ekki á honum lengur, og þá var Hraunamöl orðin það,
sem hún er nú, að öðru leyti en því, að hún hefir alltaf verið að
mjakast lengra og lengra inn í Miklavatn. Svipuð mun myndunar-
saga Haganessands og allra svipaðra mala.
128