Skagfirðingabók - 01.01.1966, Síða 132
SKAGFIRÐINGABÓK
H. MÓR
Þess er áður getið, að landið muni hafa hækkað í ísaldar-
lok og fyrst þar á eftir, en mér virðist svo sem það hafi aftur sigið i
sæ á einhverju tímabili eftir það. Til þess bendir mórinn, sem er í
jörðu víða í Fljótum og það jafnvel á svo lágum stöðum, að huldir
hafa verið ísi á ísöld og vatni löngu eftir það. Til dæmis var fyrir
fáum árum verið að grafa fyrir stöpli undir Fljótaárbrú, og var þá
komið niður á mó skammt sunnan við Miklavatnsendann, og var
mórinn langt neðan við núverandi vatnsborð. Fíaganesmýrar mega
allar heita móland einmitt í slakkanum, sem áður er nefndur, og
sagt er, að Flókadalsstraumurinn muni hafa runnið vfir. Einstaka
holt stendur þó upp úr þessu mólendi, t. d. svonefnt Steinkuholt ut-
arlega á mýrunum, og er móland allt í kringum það. Víða í þessum
Fljótamógröfum eru langir og digrir lurkar. Ég hefi fundið lurka
í mógröfum á Hraunum, sem eru um 20 sm að þvermáli. Ég er ekki
fær um að ráða þær rúnir, sem lurkar þessir rista í jarðveginn, en
þeir hljóta að vera ákaflega fornir. Sandlög eru í öllum mó, sem cg
hefi séð eða heyrt getið um í Fljótum, en lurkarnir eru miklu neð-
ar í jarðveginum, og virðist mér allt þetta benda til fleiri en einn-
ar ísaldar.
I. LAUFSKÁLANES
Það er sunnan og vestan í Stífluhóiunum, þar sem hóla-
röðullinn gengur lengst í vestur. Vestan við þetta nes er Gauta-
staðaós eða útrennslið úr Gautastaðavatni. Nafnið Laufskálanes
er fornt og bendir til þess, að þar hafi verið skógur í fyrndinni. A
þar að hafa verið búið til forna og nesið þá stórt og flatneskja ein
með skógi og grænum grundum á víxl. En missætti varð á milli
nágrannanna á Laufskála og í Hvammi, sem er næsta jörð utan við
Stífluhólana. Þótti Hvammsbóndanum Laufskálabóndinn ágengur
í meira lagi, sérstaklega að því er beit snerti. Fékk hann kunnáttu-
mann til að jafna reikningana á milli þeirra. En hann gjörði það
130