Skagfirðingabók - 01.01.1966, Qupperneq 134
SKAGFIRÐINGABÓK
á þann veg, að hann hleypti fjallinu fram yfir nesið, og gróf fram-
hlaupið undir sig allt nesið og allt, sem á því var: tún og engjar og
skóg, bæinn og fólkið, og sást ekkert eftir annað en melhólar og
lægðir á milli. Þetta eru Stífluhólarnir, og er áður sagt frá því,
hvernig þeir muni hafa myndazt. Hvað sem þessu líður, þá helzt
nafnið Laufskálanes við þann dag í dag og þjóðsagan sömuleiðis.
Sunnan í Stífluhólunum, utan við Húnsstaðaána, en vestan við
veginn, er lágur hóll bunguvaxinn og að mestu sléttur að ofan. Efst
á hól þessum er gamalt, kringlótt garðmót og litlar tóttarleifar inn-
an garðsins. Munnmæli segja, að þarna hafi staðið hof Þórðar
knapps til forna. En Þórður var landnámsmaður á Knappsstöðum.
Má vel vera, að sögn þessi sé sönn, en lítið hefir það hof verið.
J. KVÍGILDI
Þetta örnefni er utarlega á Almenningum, og er áður
lauslega minnzt á það í sambandi við Skógargíginn.
Kvígildið er afar stór hóll beint fram undan Illviðrishnjúkunum.
Er hóll þessi með klettabeltum að framan eða þeim megin, er að
sjónum veit. Ofan til við hólinn er djúp laut, og nyrzt í henni er
afar stórgrýtt urð, sem sennilega hefir borizt þangað með ísi ofan
af Hrólfsvalladal eða lengra innan að. Nafnið Kvígildi er lítt skilj-
anlegt nú. Heyrt hefi ég þá sögn, að Laugaland í Vesturfljótum
hafi eitt sinn átt eitthvert ítak á Almenningum, sérstaklega til upp-
reksturs geldfjár, en hafi svo seinna selt það eiganda Hrauna fyrir
6 ær eða eitt kúgildi. Hvað svo sem satt er í þessari sögn, þá heitir
þessi hóll þessu nafni og hefir heitið frá ómunatíð.
K. MÁLMAR O. FL.
Það er ekki hægt að segja með neinni vissu, hvort nokkur-
ir málmar muni leynast í Fljótafjöllum. En það er talið áreiðanlegt,
að talsvert járn eða járngrýti muni vera á Almenningum, sérstak-
132