Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 135
FLJÓT
lega í Kvígildinu eða þar í kring. Og það hafa sjómenn sagt mér,
að þegar siglt væri þar fyrir framan, yrði „kompásinn vitlaus" eins
og þeir hafa kveðið að orði. En trúað gæti ég því, að fleiri málm-
tegundir myndi finnast þar, ef vel væri leitað. Hrafntinna er í
Krakavallalandi í Flókadal. Talsvert er af seólítum hingað og þang-
að í Hraunalandi og víðar. Þar eru og ýmsar steinategundir, sem
ekki eru mjög algengar, t. d. hálfópalar, arragónit, bergkrystall,
silfurberg o. fl. Grafít hefir eftir sögn fundizt í Hafnarfjalli í
Siglufirði. En hafi grafít fundizt austan í fjallgarðinum, þá er ekki
ólíklega til getið, að það finnist líka vestan í honum. Þetta er allt
órannsakað.
Ymiss konar leirtegundir hefi ég fundið í Hraunalandi, „alla-
vega" litar, rauðar og bláar, grænar, hvítar, gular og gráar, og er
ekki ólíklegt, að þær mætti að gagni verða, ef vitrir menn hefðu
rannsókn þeirra með höndum. Svipaðar leirtegundir munu vera
víða í Fljótunum, þótt ég geti ekki bent á neina sérstaka staði.
L. LANDSLAG OG ÚTSÝNI
ÖLLUM, sem búa í Fljótum og hafa alizt þar upp, þykir
sveitin fögur, og er það sízt undarlegt. Hitt er einkennilegra, að
flestum ferðamönnum, útlendum og innlendum, þykir sveitin fög-
ur. Fg held þó, að flestum þyki mest koma til útsýnisins frá Hraun-
um. Þaðan má segja, að sjáist allur fjallahringurinn, sem lykur um
sveitina innan frá Reykjarhóli á Bökkum, inn undir Flókadalsbotn
og Stíflubotn og út fyrir Hraun. í eina áttina — NV — er enda-
laust haf. I vesturátt er útsýnið þannig, að þegar Reykjarhólnum
sleppir og Fellinu í Sléttuhlíð, tekur við Skaginn vestan Skagafjarð-
arins með Ketubjörgunum og öllum Út-Skaganum. Þegar gott sýni
er, sjást venjulega tvö fjöll á Ströndum kringum Reykjarfjörð. Sjást
þau yfir Skagann utan til við Ketubjörgin. í bezta sýni hillir upp
allar Hornstrandirnar, þar á meðal Drangajökul og Geirhólma alla
leið norður á Horn. Hillingar eru oft fagrar og mjög einkennilegar
133