Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 136
SKAGFIRÐINGABÓK
að sjá frá Hraunum. Þá verður Skaginn að mörgum snarbröttum og
háum eyjum, sem taka alls konar undarlegum myndbreytingum.
Verða þessar hillingaeyjar stundum langar og lágvaxnar, en stund-
um stuttar og strókmyndaðar. Stundum hillir upp Skagaheiðina og
sjást þar þá ótal smávötn. Tvisvar man ég eftir því, að Húnaflóann
hillti upp yfir Skagann, og spegluðust Strandafjöllin í Flóanum.
Nær heimilinu sér yfir Miklavatn með smáhólmum, sléttar grasi
vaxnar flæðar og grasi vaxna hóla með mörgum smáum tjörnum
á milli. Þá sést og yfir Haganesið og Hópsvatnið og Haganesvíkina
og Haganessandinn. Þegar komið er landveg úr Siglufirði, sést af
Eggjunum inn á Flókadalsvatn, auk áðurnefndra vatna, og inn í
Málmey og Hrolleifshöfða og langt inn eftir Skaganum, inn undir
Tindastól.
Utlendingum, sem komið hafa að Hraunum, hefir þótt útsýnið
mjög fagurt. Nefni ég til þess tvö dæmi. Sænsk frú kom að Hraun-
um fyrir fáum árum, og hún var svo hrifin af útsýninu þaðan, að
hún sagðist aldrei hafa séð jafn fagurt útsýni. Svipaður var dómur
dansks kennara eins. Þegar hann kom heim til sín aftur úr íslands-
för þessari, skrifaði hann mér, og fórust honum á einum stað í bréf-
inu orð á þessa leið (þýðing): „Ég hefi víða farið. Ég hefi ferðazt
víða um Suður-Evrópu og Litlu-Asíu, en sjaldan hefi ég séð feg-
urra útsýni en frá Hraunum."
Þá þykir flestum Stíflan falleg, einkum þó að horfa inn yfir hana
af Stífluhólunum. Sveitin er líka í sannleika fögur eða öllu heldur
smáfríð, því að hún er fremur lítil og þröng: Há fjöll allt í kring-
um rennisléttar grasflesjur með iðjagrænum starargróðri, stöðu-
vatni og lygnri á, sem liðast eftir engjunum.
Það er líka fagurt í Fljótunum á vetrum, þegar allr er slétt af
snjó og hvergi sér á dökkan díl — fjallahringurinn sá sami og
endalaust hafið á aðra hönd, oft með mörgum hvítfextum brim-
öldum, en spegilglampandi vatnsfletinum innan við Hraunamöl-
ina — eða þegar öll vötnin eru fjötruð undir ísi, spegilsléttum,
svo hvergi getur talizt hrukka eða hrufa á.
Þá er vorfegurðin yndisleg í Fljótum, einkum við sjóinn og vötn-
in innan við malirnar. Þá úir og grúir af mergð æðarfugla og anda,
134