Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 137
FLJÓT
óðinshana, stelka o. fl. fugla, að ógleymdum veiðibjöllum, mávum,
skeglum og kríum. Þótt þessar síðast töldu tegundir séu litlir au-
fúsugestir, sérstaklega þrjár þær fyrstu, þá auka þær þó að miklum
mun fjölbreytnissvip sveitarinnar. Stundum sitja svanir inni á
Miklavatni, og auka þeir margbreytnina. Og svo kórónar miðnæt-
ursólin allt saman — fuglalífið, vötnin, fjöllin, heimilin, túnin og
engjarnar, mela og móa.
Frá Hraunum sést heim á 25 bæi eða býli, en misjafnlega glöggt
þó. Og það er dálítið einkennilegt, að af þessum 25 bæjum eru að-
eins þrír í sama hreppi og Hraun, eða Holtshreppi. Er leiti eitt
nokkuru sunnan við landamerki Hrauna, svonefnt Reykjaleiti, og
tekur það ásamt Lambanesásnum fyrir mestallt útsýni til bæja inni
í Austurfljótunum.
M. VEGIR
Vegir eru margir úr Fljótunum og í þau, og skulu nú
taldir þeir, sem ég þekki.
Aðalþjóðvegurinn innan úr Skagafirði liggur meðfram sjó eða
þá nálægt honum. Liggur vegurinn úr Slétruhlíðinni yfir Stafá
niður við sjó og síðar. til fjalls út fyrir ofan Reykjarhólinn, út
Bakkana, inn hjá Móskógum, þar niður að sjó hjá Mósbúðum og
síðan meðfram sjó til Haganesvíkur. Frá Haganesvíkinni liggur
þjóðvegurinn upp fyrir Efra-Haganes og síðan vestan í Haganes-
ásnum í suður vestanvert við Miklavatn og inn fyrir það, síðan yfir
Fljótaá á steyptri brú. Þaðan austur að Ketilás og þar út yfir Brúna-
staðaá og fyrir ofan Brúnastaði og Illugastaði, út vestan í Lamba-
nesásnum, út fyrir ofan Lambanes og Lambanesreyki og síðan út að
Hraunum. Fyrrum lá vegurinn eins og nú var talið út að Mósbúð-
um. En þá var ýmist farið austur að Hópsvatni, inn með því vestan-
verðu og yfir svonefndan Dælarós og síðan þvert austur hjá Dæl
og Langhúsum, Fyrirbarði, Karlsstöðum og síðan fyrir ofan Grindl-
ana, inn upp á Hamarinn, sem er klettastallur fyrir ofan bæinn
135