Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 138
SKAGFIRÐINGABÓK
Hamar. Þaðan lá vegurinn suður og niður undir Sléttu, síðan yfir
Fljótaá, annað hvort á Rauðhólsvaði, Sléttuvaði eða Möngubroti.
Síðan upp að Stóra-Holti og þaðan út að Ketilás og þá út eftir eins
og áður er sagt — að Hraunum.
Enn var þriðja leiðin til frá Mósbúðum. Þá var farið þaðan með-
fram sjó til Haganesvíkur. Þaðan var svo farið út Haganesborgina
út að Hraunaós, yfir hann eftir Hraunamöl og upp að Hraunum.
Frá Hraunum lá svo þjóðvegurinn út og upp í Sauðdalsmynni,
þaðan út með Breiðafjalli, út yfir Innri- og Ytri-Eggjar út á
Hraunadal, eftir honum upp á Fell og þaðan út á Siglufjarðar-
skarð og síðan svo sem leið liggur til Siglufjarðar. Eftir að Hrauna-
ós breyttist 1894 og varð ófær yfirferðar, var farið frá Haganes-
víkinni beint austur að Miklavatni og ferjað þaðan af svonefndu
Grafarnefi yfir í vesturtanga Stakkgarðshólmans og síðan heim
að Hraunum. Var oft slæmt að ferja þarna, sérstaklega þegar hvasst
var. Reyndar var sundið sjálft ekki nema h. u. b. 8 faðmar, en vað-
all var mikill Hrauna megin. Frá Ketilásnum lá v’egurinn út fyrir
neðan Brúnastaði og Illugastaði og síðan út Lambanesás vestan-
verðan út að Lambanesi, þaðan út og niður að Miklavatni og síðan
út fyrir neðan Lambanesreyki og út með Miklavatni, fyrsi út Vatns-
bakkana, en síðar í f jörunni undir Bökkunum, og var hvorug leiðin
góð eða greiðfær. Annar vegur lá út Lambanesásinn vestanverðan.
Hann lá út fast niður undir Miklavatni og var nefndur Bakkavegur,
og var hann einkum farinn snemma vors á meðan snjór lá yfir að-
alveginum, sem lá talsvert ofar á Asnum.
Vegurinn frá Sléttuhlíðinni til Siglufjarðar hefir ætíð verið fjöl-
farinn allan þann tíma ársins, sem hann hefir verið fær vegna
snjóa. Var hann aðalleið Fljótamanna í verzlunarerindum til Siglu-
fjarðar. Atti þetta þó einkum við Austurfljótamenn, því að Vesmr-
fljótamenn verzluðu jöfnum höndum við Hofsós og Siglufjörð.
Auk landferða voru iðulega farnar sjóferðir til beggja staðanna,
einkum þó til Siglufjarðar.
Auk þjóðvegarins, sem nefndur hefir verið, voru auðvitað sveita-
vegir, sem krókuðu sig eftir Fljótunum heim á hvern bæ og voru
ekkert annað en hestagötur, misjafnar að gæðum eftir landslaginu,
136