Skagfirðingabók - 01.01.1966, Síða 140
SKAGFIRÐINGABÓK
en voru víðast slæmar, allir lækir óbrúaðir, og þar sem yfir keldur
var að fara, þá var annað hvort að reyna einhvern veginn að kom-
ast yfir þær langt til hliðar við vegarstefnuna eða þá að kóklast
yfir keldurnar á vegarstefnunni yfir hnöllungsgrjót, sem rutt hafði
verið niður í keldurnar, og var oft lán með, að hestar fótbrotnuðu
ekki í því hnöllungadíki. Nú eru víðast vegabætur með upphlöðn-
um brautum og ágætum brúm, annað hvort timburpöllum eða
steyptum brúm yfir allar keldur og læki. A þjóðveginum eru tvær
timburbrýr yfir Sandósana og Lambanesreykjaá og steypt brú yfir
Fljótaá, auk margra timburpalla og steyptra ræsa. Bílvegur er nú
lagður frá Stafá að Ketilás og þaðan inn í Austurfljótin að Stíflu-
hólum. Ennfremur er verið að leggja veg vestan Fljótaár inn í
Stíflu og frá Sandós inn í Flókadal.
Auk vaða þeirra, sem áður eru nefnd á Fljótaá, má nefna Bakka-
vöð út og fram af Bakka, norðan við Stífluhólana, og á Stífluá
Gautastaðaós undan Gautastöðum fast sunnan við Stífluhólana.
Þá má nefna Messuvað, suður og niður undan Húnsstöðum. Á
Flókadalsá er Laxós merkasta vaðið. Það vað er þar, sem afrennsli
er úr Flókadalsvatninu.
Vegir á milli Fljóta og annarra sveita eru margir, auk Siglu-
fjarðarskarðs:
1. Dalavegur. Á milli Hrauna og Úlfsdala liggur vegur, sem
nefndur er Dalavegur. Hann er að mestu hæðalaus og liggur út
frá Hraunum út alla Almenninga, út vestan við Eggjarnar, yfir
þveran Hraunadalinn neðanverðan, ofan til við Hrólfsvallakamb
og Torfurnar, út yfir Hrólfsvelli og Hrólfsvallaá, ofan til við
Kvígildið, út á Ytri-Tjarnardali, upp eftir þeim og síðan út með
Arnbjarnarvatninu vestanverðu út yfir Arnbjarnarháls út á Efri-
Skriðnavelli og þaðan út yfir Dalaskriður. Annar vegur liggur nær
sjónum. Þá er farið út frá Hrólfsvöllum og út yfir Hrólfsvallaá
neðan við Kvígildið út í Melrakkadal og þaðan út yfir Skóginn.
Síðan út Hóla og út yfir Skriðnavíkurháls og út á Neðri-Skriðna-
velli. Þaðan er farið út yfir Dalaskriður eftir svonefndum Nafa-
götum. Eru Nafagöturnar afar tæpar framan í sjávarbökkunum og
aldrei farnar, nema ef svo stendur á, að einhver villist á þá götu.
138