Skagfirðingabók - 01.01.1966, Síða 141
FLJÓT
Þriðji vegurinn milli Ulfsdala og Fljóta heitir Leið. Er þá farið
upp frá Efri-Skriðnavöllum, upp á fjallið á bak við Mánárhyrnuna
og þaðan niður gil eitt eða þá niður á Dalabæjardalinn. Þessi vegur
er einkum farinn, þegar hart er í Dalaskriðum og svellað, en fær er
Leiðin vetur og sumar bæði mönnum og skepnum.
2. Fyrr á tímum, þegar Andinn lá yfir Siglufjarðarskarði og
grandaði ferðamönnum, lagðist niður um nokkurt árabil vegur
yfir Skarðið. Var þá farið út frá Hraunum og út á Hrólfsvalladal,
upp þann dal og yfir fjallið fyrir dalbotninum, og var þá komið
niður í Skarðdalsdalinn norðanverðan, skammt frá Siglufjarðar-
skarði.
3. Botnaleið. Hún liggur upp undan Illugastöðum og Lamba-
nesi, og er þá farið yfir fjallið sunnan við Torfdalinn. Er komið
niður í Siglufjarðardalsbotninn vestanverðan. Þessi vegur er aldrei
farinn nema af gangandi mönnum og þá helzt á vetrum á skíðum.
4. Sandskarð. Það er á milli Nautadals og Héðinsfjarðar, og er
farið upp úr Nautadalnum og komið fremst í Héðinsfjörðinn uppi
undir Hamrahlíð. Það er ekki farið nema af gangandi mönnum.
5. Héðinsfjarðarskarð. Það er einnig vegur á milli Fljóta og
Héðinsfjarðar, og er þá farið upp úr Nautadalnum Fljóta megin
og komið niður nokkuru norðan við dalbotninn hinum megin.
Ætíð farið af gangandi mönnum.
6. Olafsf jarðarskarð. Þegar þessi leið er farin, er farið upp Ólafs-
fjarðardal og upp í samnefnt skarð og austur af því. Er þá komið
niður í Kvíabekkjardal. Þessi leið er oft farin á milli Fljóta og
Ólafsfjarðar bæði af gangandi mönnum og ríðandi, og er hún
fjölförnust þessara fjögurra síðast nefndu leiða. Leiðin yfir Ólafs-
fjarðarskarð er þó raunverulega enginn vegur, heldur aðeins hrossa-
götur, illa ruddar og óruddar. Þess skal getið, að suður úr Kvía-
bekkjardalnum gengur svolítið dalverpi, sem heitir Húngeirsdalur,
og er hann dálítið varhugaverður í sambandi við leiðina yfir Ólafs-
fjarðarskarð, einkum þegar komið er austan að í hríð eða þoku,
því að þá er dálítil hætta á því, að ferðamaðurinn slái sér of mikið
til vinstri handar og lendi suður í Húngeirsdalnum.
7. Lágheiði. Innsti hluti Stíflunnar heitir Hvarfdalur, og norð-
139