Skagfirðingabók - 01.01.1966, Síða 142
SKAGFIRÐINGABÓK
austur úr honum gengur Lágheiðin. Þessi vegur er í rauninni enda-
laus dalur, talsvert hár í miðjunni, og eru þar vatnaskil á milli
Fljóta og Olafsfjarðar og líka sýslumerki á milli Skagafjarðarsýslu
og Eyjafjarðarsýslu. Þó á Holtshreppur talsverða spildu þvert yfir
Lágheiðina utan við sýslumerkin, og er það upprekstrarland Fljóta-
manna (Stíflumanna) og flestra Miðfljótamanna ásamt þeim hluta
heiðarinnar, sem liggur innan sýslumarkanna. Vegur yfir Lágheiði
má heita góður víðast hvar. Þó eru rvö gil utan til á heiðinni, sem
eru hálfslæm yfirferðar. Vegur þessi er sæmilega ruddur. Hefir
einu sinni verið skrönglazt úr Olafsfirði til Þrasastaða og til baka
aftur á bíl. Komið er niður í Olafsfjörðinn að Reykjum eða Hrepps-
endaá, en þeir bæir eru innstir í Olafsf jarðardalnum.
8. Klaufabrekkur. Þar sem hæst ber á Lágheiðinni, heitir Há-
heiði. Af Háheiðinni er farið í suðaustur inn svonefndan Klaufa-
brekknadal upp á Klaufabrekkurnar. Á þeirri leið eða í dalnum
er á einum stað löng brekka og ærið brött, og heitir hún Þumlungs-
brekka. Er hún seinfarin bæði upp og niður. Efst í Brekkunum
vestanverðum er dálítill jökull með allstórri sprungu, og er vara-
söm leið þarna, einkum í fyrsm snjóum og framan af sumri. Dalur
er einnig austan við Klaufabrekknaskarðið sjálft, og heitir hann
líka Klaufabrekknadalur, og bær sá, sem komið er að í Svarfaðar-
dalnum, heitir Klaufabrekkur. Vegur þessi er oft farinn ríðandi og
gangandi, enda nokkuð fjölfarinn á milli Fljóta og Fram-Svarfað-
ardals.
9. Farið er á milli Hvarfdals og Svarfaðardals, og er farið upp
úr Hvarfdalnum og komið niður að Atlastöðum, fremsta bænum í
Svarfaðardalnum. Þessi leið er afar sjaldan farin, enda mun hún ill
yfirferðar jafnvel gangandi mönnum. Veit ég heldur ekki, hvort
hún heitir nokkuð eða hefir nokkurn tíma heitið.
10. Hákambar. Þessi leið liggur upp úr Hvarfdalnum upp á
f jall og síðan skáhallt til suðvesturs, og er komið niður að Skriðu-
landi í Kolbeinsdal. Þessi leið er oft farin gangandi, en sjaldan með
hest.
11. Móafellsjökull. Þessi leið liggur suðvestur úr Móafellsdal,
140