Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 144
SKAGFIRÐI N GABÓK
og er hægt að fara hvort sem vill yfir á Hákamba eða niður í
Deildardal. Farið af gangandi mönnum.
12. Tungufjall. Þessi fjallvegur liggur upp úr Tungudalnum og
yfir í Flókadalsafréttina. Líka má fara yfir Flókadalsbotninn og nið-
ur í Hrolleifsdal eða Unadal, hvort heldur sem vill. Stundum er
þessi leið farin með hesta, og strokuhestar fara stundum þessa leið.
13. Skeiðsfjall. Þessi leið liggur á sömu slóðir og Tungufjalls-
leiðin. Er þá farið upp úr Skeiðsdalnum.
14. Flókadalsfjall. Þessi leið liggur upp úr Flókadalsafréttinni,
og má ganga sömu slóðir og þær, sem farnar eru, þegar Tungu-
fjall er farið.
15. Fjall. Þessi leið liggur á milli Flókadals og Unadals. Er þá
farið upp úr Seljárdal — en hann liggur suðvestur í fjöllin úr
Flókadalnum vestanverðum — og er komið niður að Bjarnastöð-
um í Unadal. Líka er hægt að koma niður í Hrolleifsdal.
Enginn þessara vega veit ég til, að sé varðaður nema Siglufjarð-
arskarð, og það aðeins á svonefndri Vetrarleið. Liggur hún frá
Sauðdalsmynninu út og upp meðfram Breiðafjallinu vestanverðu
út á Ytri-Eggjar talsverðan spöl ofan við sumarvcginn. Síðan ligg-
ur vetrarvegurinn sunnan til í Hraunadalnum meðfram Breiðafjall-
inu norðanverðu og upp í Göngudalsmynnið. Þar mætast sumar-
vegur og vetrarvegur á örlitlum parti, en skiptast strax aftur. Ligg-
ur sumarvegurinn þá upp á Fellin, en vetrarvegurinn upp svo-
nefndan Göngudal og síðan upp úr honum og út og upp á Skarð.
Er aðgæzluvert, þegar upp úr Göngudalnum kemur, að slá sér ekki
ofmikið til hægri handar, því að þá getur verið hætta á því, að
ferðamaðurinn lendi í svonefndu Afglapaskarði. Það er lítið eitt
sunnan við Siglufjarðarskarðið og eru hengiklettar utan í því.
N. JARÐIR — BÆIR — BYGGINGAR
Ég býst við, að allt frá fornöld hafi Fljótin öll verið einn
hreppur, en 1898 var þeim skipt í tvo hreppa, að óþörfu þó.
Fram um árið 1800 og þó litlu lengur fylgdu Úlfsdalir Fljótun-
142
j