Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 145
FLJÓT
um, en síðan hafa þeir fylgt Siglufirði og Eyjafjarðarsýslu, á með-
an Siglufjörður fylgdi þeirri sýslu. Sýslumerkin voru á Almennings-
nöf, og ég býst við, að þau séu þar ennþá, jafnvel þótt jörðin Hraun
eigi nú langa spildu út fyrir Almenningsnöfina eða út á svonefnd-
an Grænaforvaða, en hann er úti undir miðjum Dalaskriðum. Á
þannig Holtshreppur land inn í tvö lögsagnarumdæmi auk Skaga-
fjarðar, n. 1. spildu þá, sem nú var nefnd, og spilduna á Lágheiði,
sem áður er nefnd við Lágheiðarveginn. Mun þetta vera fremur
sjaldgæft hér á landi og ætti að breytast þannig, að lögsagnarum-
dæmamörkin væri sett þar, sem eru landamerki þeirrar jarðar og
jsess upprekstrarfélags, sem hlut eiga að máli.
Frá fornu fari hafa ýmsar jarðir í Fljótum þótt góðar til ábúðar,
og má þar til nefna landbúnaðarjarðirnar Hraun, Stóra-Holt og
Tungu í Stíflu, allar í Holtshreppi, og sjávarjarðirnar: Hraun í
Holtshreppi og Haganes og Yzta-Mó í Haganeshreppi. í jarðabók
Árna Magnússonar má heita, að engin jörð almennileg sé til í
Fljótum. Er jörðunum lýst svo illa, að undrun sætir. T. d. er þeirri
jörðinni, sem ég þekki bezt — Hraunum — lýst svo, að þnr sé
engin mótekja, engin torfrista, engar engjar nema lítilfjörlegur
engjareytingur innan um hraunbolla hingað og þangað, grjótupp-
gangur í túninu o. s. frv. Og svipað þessu er ýmsum öðrum jörðum
lýst í Fljótunum.
Á sjávarjörðunum er ætíð von um einhvern reka af hafi, þótt
nú sé ekki líku til að dreifa og áður var, því að á seinni árum hefir
mjög lítið rekið, að undanteknum einum vetri fyrir fáum árum, en
þá rak líka mikið af við um allt Norðurland og víða miklu meira
en í Fljótum.
Hvalreki hefir ekki orðið þar síðan 1882. Þá festu sig í Hrauna-
króki 3 stórir hvalir. Komu þá stórhríðar um hvítasunnuleytið, og
rak ísinn inn, og voru allir hvalirnir unnir uppi í fjöru.
Selalátur voru fyrrum á Hraunum, Haganesi og Yzta-Mói. En sú
veiðiaðferð að veiða kópana í nætur er nú fyrir löngu úr sögunni.
Þó verður landsela vart við og við, og eru þeir skotnir, þegar færi
gefst.
Hreppamörkin á milii Holtshrepps og Haganeshrepps eru á
143