Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 147
FLJÓT
I Haganeshreppi er þríbýli á Efra-Haganesi og Neðra-Haganesi.
Eins og að líkindum lætur, þá hafa byggingar í Fljótum verið
svipaðar og annars staðar á landinu: torfbæir með misjafnlega
mörgum herbergjum. Voru þeir hólfaðir í sundur með þykkum
torfveggjum, og voru herbergin venjulega lítil, nema þá helzt
baðstofurnar.
Sjálfsögð herbergi á hvtrjum bæ voru: 1. baðstofan, 2. búr, 3.
eldhús, 4. göng, 5. bæjardyr. Víða fylgdi jörðunum fjós og oft kú-
gildishús eða þá ein kró í fjárhúsi yfir kúgildið, sem fylgdi jörðinni.
Væri mörg kúgildi, fylgdi heilt hús. Öll þau hús, sem fylgdu jörðu,
voru nefnd álagshús, og varð fráfarandi jarðar að greiða viðtak-
anda vistgjald — eftir mati úttektarmanna — fyrir fyrning hús-
anna þann tíma, sem hann hafði notað þau.
Auk nefndra húsa áttu ábúendur jarðanna oftast nær einhver hús
á jörðinni, t. d. skála, skemmu eða skemmur, stofu, fjárhús, hest-
hús og oft fjós. Þessi hús seldi fráfarandi viðtakanda eða jarðareig-
anda, ef samningar tókust um verðið. En tækist ekki samningar,
mátti hann rífa húsin og flytja á burt alla viði, en þak allt skyldi
liggja eftir í tóttinni.
Byggingar á jörðum voru ákaflega mismunandi að stærð og
smíði, og stóðu húsin ærið misjafnlega lengi eftir því, hve vand-
virknislega þau voru byggð, og mun þetta hafa átt sér stað um land
allt. Smábælr eða kotbæir voru fremur óásjálegir og óreisulegir.
Þil sáust hvergi á slíkum bæjum, nema ofurlítil burst yfir bæjar-
dyrum og 1 til 2 lóðrétt borð hvoru megin bæjardyranna. A stærri
jörðum var bæjardyraþilið stórt og reisulegt, og voru þá oft
skemmuþil, skálaþil eða stofuþil beggja vegna bæjardyranna. Sums
staðar var hálfþil á suðurstafni baðstofunnar. Var fallegt að horfa
heim á bæi, þegar mörg þil, háreist og jafnstór, sneru fram á hlað-
ið. Smiðjur voru á flestum bæjum, þangað til skozku ljáirnir ruddu
íslenzku Ijáunum úr vegi. Stóð smiðjan venjulega sérstök, en sums
staðar stóð hún yzt í húsaröð þeirri, er að hlaðinu sneri. Víða voru
bæjardyraloft og alls staðar stofuloft, þar sem stofur voru á annað
borð. Hvergi hafa verið í Fljótum portbyggðar baðstofur á síðustu
60—70 árum.
10
145