Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 148
SKAGFIRÐINGABÓK
I eldhúsum var allur matur soðinn á og yfir hlóðum, og var
ekkert eldfæri til á bæjum annað. Nú er sú breyting orðin á þessu,
að eldavélar eru á hverjum bæ, stærri eða smærri eftir fólksfjölda
og öðrum þörfum heimilanna. Víða eru þó gömlu eldhúsin stand-
andi ennþá með hlóðunum og sótugum röftum og veggjum. Eru
þau þá aðallega notuð til að reykja í þeim kjöt og annars notuð til
geymslu.
Nokkuru fyrir síðustu aldamót var farið að byggja svonefnd
„langhús", og voru þau hús til lítillar prýði á sveitabæjum, því að
með þeim hurfu venjulega öll burstaþilin, er áður höfðu vitað
fram á hlaðið. I þeirra stað kom eitt standþil misjafnlega langt,
og voru dyr á því einhvers staðar. Væri þil þetta langt, voru dyr
á því miðju og ofurlítill kvistur upp af þeim. En oft voru dyr
á öðrum enda standþilsins. Þegar dyr voru á miðju þili, voru stofur
til beggja hliða, en aðeins til annarrar handar, ef dyr voru á enda
þils. Venjulega voru þessi hús þakin með torfi og torfveggir á þrjá
vegu. Voru þau rakasæl mjög og fúnuðu fljótt. Baðstofur, búr og
eldhús héldust við eftir sem áður, þrátt fyrir langhúsin.
A þessari öld hefir byggingarlag enn breytzt til mikilla muna.
Hafa nú risið upp steypt hús og timburhús víða í Fljótunum. Eru
nú steypt hús á 14 bæjum, auk tveggja samkomuhúsa, og timbur-
hús munu vera á 21 heimili. Elztu steyptu íbúðarhúsin eru á Barði
og Efra-Haganesi. Elzta timburíbúðarhúsið er á Hraunum, byggt
1873—74. Er það næstelzta timburhús til íbúðar í sveitum Skaga-
fjarðar. Elzt mun vera eldra íbúðarhúsið í Asi í Hegranesi.
Auk hinna steyptu íbúðarhúsa eru víða steyptar hlöður og fjós og
á stöku stað fjárhús og haughús.
Framantaldar byggingar eru ákaflega misjafnar að gæðum. Fer
þetta eftir ýmsum aðstæðum, svo sem efnisvali, fjárhag hlutaðeig-
enda og þá ekki sízt vandvirkni smiðanna. Má með sanni segja,
þótt leitt sé, að mörgum byggingum er hrófað upp með lítilli for-
sjá og ennþá minni vandvirkni. A þetta sérstaklega við um steyptu
húsin — timburhúsin eru flest betur byggð.
146