Skagfirðingabók - 01.01.1966, Qupperneq 149
FLJÓT
O. LANDBÚNAÐUR
Fljótin eru afar gróðursæl, sérstaklega þó Austurfljótin,
og má það einna mest þakka því, hve þau eru snjóasöm, þ. e. snjór
liggur þar venjulega á jörð frá haustnóttum, þangað til komið er
fram á sumar. Þetta hefir þó eigi verið síðustu árin. I öðru lagi er í
Austurfljótum mjög skjólasamt í norðan og norðaustanátt, en þær
áttir eru tíðastar í Fljótum. Eru og allmiklir hitar tíðir þar.
Frá aldaöðli hefir landbúnaður verið aðalatvinnuvegur Fljóta-
manna, jafnvel þótt þeir hafi nokkuð stundað fiskiveiðar jafnframt.
Eru í Fljótunum aðeins fáar jarðir, er að sjó liggja. I Holtshreppi
er Hraun eina sjávarjörðin, en í Hegraneshreppi eru þessar jarðir
sjávarjarðir: Haganesin bæði, Yzti-Mór, Móskógar, Laugaland,
Bakki og Reykjarhóll. Margar jarðir liggja að framannefndum
vötnum, og er stunduð nokkur veiði í þeim, en geta þó ekki talizt
til sjávarjarðanna.
Þegar ég kom í Fljótin fyrir 45 árum, voru öll tún kargaþýfð,
nema þar sem þau voru slétt frá náttúrunnar hendi — hólar og
smábalar, en laust fyrir síðustu aldamót fór að koma breyting á
þetta, og fóru menn þá að slétta blett og blett í túnum sínum, þar
sem þýfið var líðilegast. Voru eingöngu notuð handverkfæri.
Seinna komu til sögunnar hestaverkfæri: plógur, herfi og mold-
skúffur og nú á allra síðustu árum: dráttarvél (traktor). Eru tún
nú víða að miklu leyti slétt orðin og víða nokkurir túnaukar. En
hræddur er ég um, að við jarðabæturnar loði sami hængur og við
byggingarnar: óvandvirkni.
I Fljótum er tún stærst á Hraunum eða um 152 ha., fyrir utan
húsa- og haugastæði, og 1930 var það tún annað stærsta tún í sýsl-
unni. Stærst var Hólatún.
Engjar eru víða miklar í Fljótum og grasgefnar, sérstaklega þó
í Austurfljótunum — Holtshreppi. Eru þær með sömu ummerkj-
um og þær hafa verið frá ómunatíð. Mestar eru engjar á Hraunum,
Stóra-Holti og Tungu.
Garðyrkja er dálítil á flestum jörðum, einkum kartöflurækt.
147