Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 150
SKAGFIRÐINGABÓK
En miklum misfellum er sú ræktun undirorpin sakir votviðra, næt-
urfrosta á sumrum og slæmrar hirðingar og áburðarleysis.
Skrúðgarðar eru hvergi nema á Hraunum. Eru þar 6 reyniviðir,
nokkurar bjarkir og margir berjarunnar: rauðber, sólber og hind-
ber. Þar er og talsvert af jarðarberjum, ræktuðum, en íslenzkum að
uppruna. Rabarbari (tröllasúra) er þar talsvert mikill og hefir flutzt
þaðan víða um Fljót, Siglufjörð og víðar. Reyniviðirnir og bjark-
irnar eru líka tekin úr heimalandi — Hraunalandi. Voru þetta í
fyrstu smáplöntur. Reyniviðirnir voru í fyrstu um 7—8 sm, en eru
nú um 4 m háir, fjórir þeirra, en tveir eru miklu lægri, enda um
10—12 árum yngri en hinir. Blómplöntur eru margar í garðinum,
allar fjölærar og þar á meðal margar rósir. Má segja, að allt, sem
plantað er í þessum garði, þroskist og dafni, þótt garðurinn sé „við
hið yzta haf'.
A einstaka bæ hafa verið afgirtar ofurlitlar garðholur og þar
gróðursettir berjarunnar og skrautplöntur frá Hraunum. Hefir
þetta lánazt fremur vel. Allt er þetta auðvitað í litlum stíl. En fólk-
inu þykir vænt um þessar tilraunir sínar og enginn iðrast eftir að
hafa gjört þær. Er öll garðrækt að færast í aukana í Fljótum, enda
skilyrði góð, þar sem hitaveitur eru þar svo víða í nánd við heimil-
in. A Hraunum er engin hitaveita í sambandi við skrúðgarðinn.
Fyrir aldamótin síðustu var bráðapestin versti óvinur bænda í
Fljótum. En síðan almennt var farið að bólusetja fé árlega við pesti
þessari, má heita, að hennar gæti ekki lengur. Er þetta afar mikill
munur frá því, sem áður var. Fyrsta veturinn, sem ég bjó á Hraun-
um, veturinn 1896—97, missti ég t. d. um 60 — sextíu — fjár úr
bráðapestinni. Stundum gjörir svokölluð þarapest vart við sig á
sjávarjörðunum í Fljótum, en það er hverfandi í samanburði við
bráðapestina. Stöku sinnum ber talsvert á vorlambadauða við sjáv-
arsíðuna, og er kennt um óhollum þara. Fjárkláði hefir ekki gjört
vart við sig til skaða í Fljótum, síðan ég kom þangað. Enn sem
komið er hafá Fljótin verið laus við þær fjárpestir, sem nú geisa
víðsvegar um landið, nl. mæðiveiki og garnaveiki — hve lengi sem
það verður. En þrátt fyrir þetta er sauðfjáreign bænda fremur lítil,
og munu ýmsar ástæður vera til þess: snjóasamir vetur og votviðra-
148