Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 152
SKAGFIRÐINGABÓK
sumur, auknar og breyttar heimilisþarfir. Þá eiga nýbyggingar og
jarðabætur talsverðan þátt í þessu, því að allt kostar peninga.
Kúabú eru fremur lítil í Fljótum, og veldur því aðallega tvennt:
í fyrsta lagi er afar óþægilegt að koma á markað mjólkurafurðun-
um, og í annan stað er alltaf góður markaður í Siglufirði fyrir töð-
una, en hana sækja kaupendur sjálfir. Hrossaeign er eigi meiri í
Fljótum meðal bænda yfirleitt en það sem minnst er hægt að kom-
ast af með til búsþarfa.
A þeim jörðum, sem ekki njóta sjávargagns, er talið að kýrin
þurfi 40 töðuhesta, fullotðin kind 3 útheyshesta og fullorðið hross
10 hesta útheys. I öllum meðalvetrum mun þetta þó vera vel í
lagt — sé bandið sæmilegt.
Eg gat þess, að kúabúið væri svona lítið í Fljótum meðfram
vegna þess, að svo erfitt væri að koma frá sér mjólkurafurðunum.
En þegar bílvegurinn væntanlegi er kominn yfir Siglufjarðarskarð,
býst ég við, að búskaparhættir breytist í Fljótum til mikilla muna
að því leyti, að bændur fjölgi þá kúnum, enda verður þá auðvelt
að koma afurðum þeirra á markaðinn í Siglufirði.
I sambandi við landbúnaðinn í Fljótum er verr að minnast á
dýrbít og gren. Tóur hafa til skamms tíma gjört mikinn usla í
unglambahjörð bænda, enda voru víða grenjahíbýli þeirra. í
Hraunalandi voru, þegar ég kom í Fljót, ekki færr: en 11 gren, og
þó líklega fleiri. Þar að auki var eitt, sem var afrækt fyrir löngu
— Hlöðnuvíkurgren — en í það hafði tóa lagt á harðindatímabil-
inu 1860—1870. I öll hin grenin hafa tóur lagt -— sitt á hvað —
síðan ég kom í Fljót og stundum tvö sama vorið. Grenin í
Hraunalandi eru þessi: Hrólfsvallaskálagren 2, Hrólfsvalladals-
gren 1, Skógsgren 1, Hólagren 2, Skriðnavallagren 1. Auk nefndra
grenja munu vera gren hingað og þangað í Holtshreppi, og veit ég
um þessi: 1 á Nautadal, 1 á fjallinu upp undan Gili eða Hvammi,
1 eða 2 á Lágheiði og 1 á Tungudal. I Haganeshreppi hefi ég heyrt
getið um 4—5 gren. Um síðustu aldamót eða litlu seinna var farið
að eitra fyrir refi í Skagaf jarðarsýslu, og þegar því hafði farið fram
í nokkur ár, tók alveg fyrir dýrbít, og sáust ekki tóur í mörg ár. Svo
var hætt að eitra, og eru nú tæfur aftur farnar að heimsækja Fljót-
150