Skagfirðingabók - 01.01.1966, Síða 153
FL JÓT
in. En ennþá eru ekki orðin eins mikil brögð að því og áður var. Þó
hafa tóur lagt í gren fyrir 3—4 árum bæði í Holtshreppi og Haga-
neshreppi.
Aður en ég skilst við landbúnað Fljótamanna, ætla ég að minn-
ast nokkurum orðum á sel og selfarir í Fljótum. Til forna og fram
á síðustu öld voru selstöður hafðar í Fljótum eins og víðar. En nú
er þessu búskaparlagi hætt, og eru nú aðeins sjáanleg tóttarbrot
seljabygginganna hingað og þangað í dölum og í afréttum. Mun
bera mest á þeim á Lágheiði. Attu ýmsar jarðir í Fljótum selstöðu-
rétt þar og þar á meðal Barð. A Holtsdal munu hafa verið fjögur
sel eða fleiri, og sést vel fyrir mörgum seljatóttum þar. Er þar enn
í dag einn partur, sem heitir Reykjarhólssel. I Hraunalandi eru
gamlar seljatóttir í svonefndum Arlöndum eða í tungunni, þar sem
báðar árnar úr Hraunadalnum mætast. Mynda þær úr því eina á,
og heitir hún Selá. Gamlar seljatóttir eru líka á 2—3 stöðum sunn-
an við Selána, suður og upp undan Selvíkinni. Miklu víðar býst ég
við, að selstöður hafi verið í Fljótum, t. d. í Flókadalnum. Eftir því
sem ég hefi litið eftir seljatóttunum í Hraunalandi, þá munu selja-
byggingar hafa verið fremur lítilfjörlegar: eitt mjólkurhús og kofi
ril að sofa í — og svo auðvirað kvíar. Smjör og skvr mun hafa ver-
ið flutt heim einu sinni í viku. Munu ærnar hafa verið hafðar í
seljum — og máske eitthvað af kúm — þangað til túnaslætti var
lokið. Eftir það hefir málnytupeningur verið fluttur heim og mjalt-
aður þar. Seinna breyttist þetta búskaparlag þannig, að hætt var
að „hafa í seli", og var allur málnytupeningur mjaltaður heima.
Var þá fyrst eftir fráfærurnar setið yfir ánum nótt og dag. Svo
breyttist þetta á þann veg, að farið var að hýsa ærnar á nóttum
annað hvort í húsum eða færikvíum, oftast jió í húsum Sums stað-
ar voru afgirtir nátthagar handa ánum að vera í næturlangt. Þann-
ig stóðu sakir, þangað til fráfærur hættu með öllu og lömbin voru
látin ganga undir ánum til hausts eða til þess tíma, að þeim var
fargað síðari hluta sumars eða að haustinu. Og svona standa sakir
enn. Nú eru sumir farnir að tala um að taka upp fráfærur að nýju
— hvað sem úr því verður.
151