Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 154
SKAGFIRÐINGABÓK
P. FISKIVEIÐAR
FrÁ fornu fari hafa fiskiveiðar verið stundaðar í Fljótum,
og kvað talsvert að þeim fram yfir síðustu aldamót — bæði þorsk-
veiðum og hákarlaveiðum. Voru þorskveiðarnar stundaðar á stór-
um sexæringum, feræringum og tveggja manna förum (byttum og
smábátum), en hákarlaveiðarnar voru stundaðar á áttæringum —
svonefndum „vetrarskipum". Aðal þorskveiðavertíðin var á haust-
in, frá því um viku fyrir göngur og svo lengi sem gæftir voru. En
vitaskuld fór það eftir tíðarfarinu, hve lengi vertíðin stóð. Nokkuð
var farið til fiskjar að vorinu og einstöku sinnum að sumrinu. Oftast
var róið með færi, en „línu" aðeins að sumrinu, og þó ekki nærri því
alltaf. Að haustinu var þorskurinn ýmist seldur Gránufélagsverzl-
uninni á Siglufirði eða hermr til heimanotkunar. Hafði verzlunin
byggt salthús í Hraunkrók, og var þorskurinn flattur, vigtaður
og síðan lagður inn á salthúsið í reikning hlutaðeiganda. Eins var
farið með ýsu, ufsa og keilu. Til gamans er þess að geta, að um alda-
mótin síðustu var verð á blautum fiski hjá Gránufélagsverzluninni:
stór þorskur 6 aura pundið, undirmálsfiskur ( þ. e. sá, sem ekki var
18 þumlunga langur frá þunnildishvilft að skollablöðku) 5 aura
pundið. Ysa var 4 aura pundið og ufsi og keila 3 aura pundið. Eftir
að Gránufélagsverzlunin byrjaði í Haganesvík, var blautur fiskur
keyptur þar fyrir hennar hönd, og var þá salthúsið flutt þangað
frá Hraunakróknum. Haustfiskurinn var geymdur í salthúsinu til
næsta vors og þá þveginn og þurrkaður af þeim, sem tók á móti
honum, og átti hann að skila fiskinum fullþurrum. Fyrir að taka á
móti fiskinum, salta hann, þvo hann og þurrka að vorinu og hafa
alla reikninga fyrir salthúsið, voru honum borgaðar 6 krónur fyrir
hvert þurrt skippund, sem hann skilaði verzluninni.
Verstöðvar voru aðallega þrjár í Fljótum: Hraunakrókur, Haga-
nesvík og Mósvík. Þess utan fóru bátar til veiða frá Laugalandi,
Bakka og Reykjarhóli á Bökkum. Einstakir bændur innan úr sveit-
inni áttu báta, sem þeir héldu til veiða úr einhverri áðurnefndri
veiðistöð. Þetta hélzt fram um aldamót, en eftir það fór að dofna
152