Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 157
FLJÓT
Eru fjörur víðast stórgrýttar og sums staðar mikið aðgrynnsli. Þó
eru víða smávíkur, þar sem dálítið afdrep er í ýmsum áttum.
Eins og áður er sagt, á engin jörð í Holtshreppi land að sjó nema
Hraun. Mun strandlengja Hraunalands vera 10—14 km. Strand-
lengja þessi er fremur lítið vogskorin, en þó eru þar ýmsar smávík-
ur og eru þær þessar — taldar norðan frá:
1. Skriðnavík. Vík þessi er tvískipt. Ytri víkin nær út undir
Grænaforvaða, sem er undir miðjum Dalaskriðum og er landa-
merki á milli Hrauna og Mánár. Klettakambur er á milli víknanna.
Sæbratt er þar mjög og mjó fjara, víðast stórgrýtt. Upp af víkinni
eru sléttir balar og heita Neðri-Skriðnavellir.
2. Kóngssætisvík. Hún er næst innan við Skriðnavíkina, og er
mjór klettakambur á milli þeirra. Er hlein dálítinn spöl fram í sjó-
inn beint undan klettakambinum. Þessi vík er lítil, og er fjara stór-
grýtt og sæbratt upp í svonefnt Kóngssæti, en það er dálítil hvilft
inn í sjávarbakkann ofanverðan.
3. Torfnavík. Á milli þessara víkna er löng strandlengja og
hvergi vík eða afdrep. Fjaran á þessum parti er afar mjó og stór-
grýtt, og flæðir víðast upp undir klettabakka, þótt brim sé ekki.
Næst norðan við þessa vík eru þrír forvaðar, sem sjaldan eða aldrei
fellur út undan. Upp undan forvöðunum eru snarbrattar melbrekk-
ur og eru klettar neðst í þeim. Brekkur þessar heita Torfur. Uppi
á þessum Torfum eru tóttir á fornu eyðibýli, er nú heitir Þúfna-
vellir, hvað svo sem það hefir heitið til forna. Fjara víkurinnar er
ekki mjög stórgrýtt og dálítið breið á köflum.
4. Selvík. Hún er nokkuru innan við Torfnavíkina, skammt inn-
an við Selána. Vík þessi er fremur lítil, en smágrýtt. Bakkar eru
háir og sæbrattir nema á einum stað, og þar upp undan er dálítið
undirlendi, sem líka heitir Selvík. Landið í kringum Selvíkina heitir
Brúnir eða Selvíkurbrúnir.
5. Hauðnuvík. Vík þessi er í daglegu tali nefnd Hlöðnuvík, en
mun vera Iatmæli frá gamalli tíð. Þetta er breið vík og fremur
smágrýtt nema að norðanverðu, þar er hún mjög stórgrýtt og mjó.
En holvíkin og syðri hlið hennar er breiðar fjörur og víða sandur í
sjávarmáli. Fremur er víkin grunn. Þar er ágætt var í austanátt,
155