Skagfirðingabók - 01.01.1966, Síða 158
SKAGFIRÐINGABÓK
enda liggja skip þar iðulega í austangara og gangi um síldartím-
ann.
6. Hraunakrókur. Hann er næst innan við Hauðnuvíkina, og er
dálítið ávalr nef á milli, sem heitir Olnbogi. Hraunakrókurinn má
með fullum rétti kallast vík, engu síður en víkur þær, sem nefndar
hafa verið. Er hann breið vík á milli Olnbogans og Haganessins —
Borgarskerjanna — og er Hraunamöl fyrir miðri víkinni. Um möl
þessa er áður talað, en annars er fjaran víðast þakin hnöllungsgrjóti
og ekki góð til uppsáturs.
Eru þá taldar upp allar víkur í Hraunalandi, sem nöfn hafa, og
þó raunar allar víkur þar, sem því nafni geta heitið.
I Haganeshreppnum er í raun og veru ekki nema ein vík, þ. e.
Haganesvíkin. Hún er stór og nær frá Borgarskerjum að Straum-
nesi, en það liggur vestur í Skagafjörðinn innan við Reykjarhól á
Bökkum. En ýmsar smávíkur skerast inn úr Haganesvíkinni vest-
anverðri, svo sem Mósvík, Laugalandsvík, Bakkavík og Reykjar-
hólsvík, og eru þær allar kenndar við bæi þá, er næstir þeim eru og
þær heyra undir.
Haganesvíkin var löggilt sem höfn rétt fyrir síðustu aldamótin,
og er hún þó hvergi nærri góð sem skipalægi að öðru leyti en því,
að botn er þar ágætur, en hún er grunn og liggur fyrir opnu hafi.
Þó er þar talsvert afdrep í austan og norðaustanátt. Reynt hefir
verið að byggja þar timburbryggjur til nota við uppskipun á vörum
og útskipun. En þær hafa enzt illa. Hefir brim brotið þær og malað
í sundur. Lengst stóð fyrsta bryggjan, sem Einar B. Guðmundsson,
fyrsti verzlunarstjóri í Haganesvík, lét smíða. Landendi hennar
var byggður utan um jarðfastan kletr, sem stóð í fjöruborðinu, og
þar framan við var svo byggð plankabryggia, og var hægt að taka
upp fremri hluta bryggjunnar að haustinu. Þessi bryggja stóð í
15—20 ár. Síðan hafa verið byggðar staurabryggjur tvær eða þrjár,
en þær hafa farið aftur og eyðilagzt því nær jafnharðan.
Þess skal getið, að sjómenn margir nefna einu nafni Fljótavík
allan partinn innan frá Straumnesi og norðaustur að Almennings-
nöf.
156