Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 159
FLJÓT
Q. FÓLKIÐ
Fólkið í Fljótum hefir verið og er vfirleitt eins og fólk
er í öðrum sveitum og sýslum landsins: sumt var misjafnt, sumt
var gott og „sumt vér ekki um tölum." Annars er það ekki tilgang-
ur þessa rits að telja upp Fljótamenn með nöfnum og lýsa kostum
og ókosmm hvers og eins. En það segi ég þeim til lofs, yfirleitt, að
þótt þeir sé fátækir, þá eru þeir gestrisnir, greiðasamir og bóngóð-
ir, hver sem í hlut á, lausir við hroka og „hofmóð" og koma til dyr-
anna eins og þeir eru klæddir — yfirleitt.
Þess vil ég enn fremur geta, að úr Fljótum eru komnar margar
beztu og fjölmennustu ættir landsins nú á tímum, t. d. frá Pétri
Þorsteinssyni á Stóru-Brekku í Austurfljótum, séra Sveini á Barði
o. fl. Allir þekkja Baldvin Einarsson frá Hraunum, þann ágæta Is-
lending og frömuð margs konar framfara. Flestir Islendingar hafa
og heyrt getið Einars B. Guðmundssonar á Hraunum, bróðursonar
Baldvins.
Læt ég svo, á þessum stað, úttalað um fólkið í Fljótum.
R. FÉLAGSLÍF OG FLEIRA
Félagslíf hefir verið fremur dauft í Fljótum allt fram á
þennan dag. En þó er ekki svo að skilja, að ekki hafi verið fitjað
upp á ýmis konar félagsskap, en hann hefir sjaldan verið langær —
annað hvort dáið út eftir fáein ár eða þá haldizt við hálfsofandi eða
hálfdauður.
Af félagsskap má fyrst telja búnaðarfélag. í fyrstu, á meðan
Fljótin voru eitt sveitarfélag, náði félag þetta yfir allt héraðið. En
þegar því var skipt í tvo hreppa, var búnaðarfélaginu líka skipt í
rvö félög. Félög þessi hafa alltaf verið fremur atkvæðalítil, enda
ekki nærri því allir bændur meðlimir þeirra.
Þá má nefna verzlun og félagsskap í sambandi við hana. Þegar
ég kom í Fljót skömmu fyrir síðustu aldamót, var þar pöntunarfé-
157