Skagfirðingabók - 01.01.1966, Síða 160
SKAGFIRÐI N GABÓK
Iag. Voru pantaðar ýmsar vörur frá útlöndum — Englandi — og
borgaðar í sauðum að haustinu. Þessi verzlunaraðferð stóð fram
yfir aldamótin, og þá féll hún niður, mest vegna þess, að hætt var að
flytja út lifandi sauðfé. Þessi verzlunarháttur var góður, ekki sízt
vegna þess að skuldir bænda söfnuðust þá síður ár frá ári. En ó-
þægindi voru nokkur við verzlun þessa, því að sauðina þurfti að
reka til Hofsóss eða jafnvel Sauðárkróks, og þar voru þeir vegnir og
seldir eftir þyngd, en þeir léttust til muna á þessu ferðalagi. Þegar
pöntunarfélagið var lagt niður, var stofnað kaupfélag við hliðina á
Gránufélaginu, í Haganesvík. Þetta félag stóð í nokkur ár og virt-
ist allt vera í bezta blóma, en allt í einu kom það upp úr dúrnum,
að félagið var orðið gjaldþrota — skuldaði svo mikið erlendis. Féll
þá sú verzlunartilraun um koll af sjálfu sér. Skömmu seinna kom
svo landsverzlunin. Hún stóð ekki nema lítinn tíma, en nógu lengi
samt.
Loks kom svo „Samband íslenzkra samvinnufélaga" til sögunnar.
Var þá stofnað „Samvinnufélag Fljótamanna." Og það er að nafn-
inu til við lýði ennþá, en er nú ekki lengur nema nafnið tómt, því
að „Sambandið" er búið að gleypa það í sig. Að vísu er ákveðin
stjórn innan félagsins, en „Sambandið" ræður framkvæmdarstjóra,
setur verð á allar vörur, heimtir inn skuldir o. s. frv., svo að Fljóta-
menn eru búnir að missa bæði tögl og hagldir í félaginu. „Sam-
vinnufélagið" hefir í nokkur ár rekið kjötverzlun í Siglufirði í félagi
við „Kaupfélag" Fellshrepps. En það er sama sagan að segja um þá
verzlun og hina, sem áður er nefnd, að félagsmenn eru búnir að
missa alla stjórn og mestalla íhlutun um kjötverð og rekstur þeirrar
verzlunar. En bæði félögin hafa enn sláturhús og kjötbúð í Siglu-
firði — að nafninu til — bæði vetur og sumar. Nú verzla Fljóta-
menn jöfnum höndum við „Samvinnufélagið" og ýmsar verzlanir
í Siglufirði.
Lestrarfélög eru í báðum Fljótahreppunum. Voru þau stofnuð
fyrir aldamótin í Austurhreppnum og litlu síðar í Vesturhreppn-
um. Þau eru enn við lýði, en virðast sem stendur vera í hnignun.
Sundkennsla hefir verið framkvæmd í Fljótum í s. 1. 50—60 ár.
Var fyrst byggður sundpollur við Lambanesreykjalaug og var þar
158