Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 161
FLJÓT
kennt í nokkur ár eingöngu. Síðan var byggður sundpollur við
Barðslaug, og var í nokkur ár kennt sund á báðum stöðum. Næst
var hætt að kenna sund við Lambanesreykjalaug, og var byggður
sundpollur við Gilslaug. Var þar kennt í nokkur ár, jafnframt því,
sem sundkennslunni var haldið áfram við Barðslaug. Fyrir nokkur-
um árum var svo sundkennslan við Gilslaug lögð niðui, og er nú
eingöngu kennt við Barðslaug. Er þar nú steyptur sundpollur og að
öllu vel um vandaður. Er í ráði að byggja þar skýli fyrir nemendur
og ef til vill heimavistarbarnaskóla fyrir Haganeshreppinn •—
hvað svo sem úr því verður.
Fyrst framan af höfðu hreppsnefndirnar á hendi alla umsjón
með sundkennslunni í Fljótunum og nutu til hennar ofurlítils
styrks úr sýslusjóði. En nú hefir þessi umsjón færzt yfir á Ung-
mennafélag Haganeshrepps. Eru tvö ungmennafélög í Fljótunum,
hvort í sínum hreppi. Ungmennaféiag Holtshrepps á steypt sam-
komuhús á Ketilás. Er það að vetrinum notað fyrir farskólabarna-
kennslu. Annars veit ég ekki um stefnuskrá þessara félaga að öðru
leyti en því, að félagið í Holtshreppi hefir byggt hús og hitt félagið
sundpoll. I Stíflunni var — og er máski ennþá — þriðja félagið og
hét „ungmennafélag" eða „málfundafélag." Það byggði líka steypt
hús hjá Melbreið, en seldi það hreppnum. Það er notað til barna-
kennslu á vetrum eins og húsið á Ketilásnum. Ungmennafélag
Haganeshrepps hefir nú í smíðum samkomuhús í Haganesvík,
steypt og á að verða vel um vandað, þegar það er fullbyggt, en nú
stöðvast allar byggingar alls staðar.
Fyrst framan af — og jafnvel í mörg ár — sóttu sundkennslu til
Fljóta unglingar úr Siglufirði, Olafsfirði, Sléttuhlíð og víðar að,
auk þeirra, er sóttu kennsluna úr sjálfum Fljótunum. En nú cr
sundkennsla framkvæmd bæði í Siglufirði og Olafsfirði, svo nú
sækja sundnám að Barðslaug aðeins Fljótamenn og Slétthlíðingar.
Nýtur sundkennslan ennþá nokkurs styrks úr sýslusjóði.
Fyrsti sundkennarinn í Fljótunum hét Olafur og var innan úr
Skagafirði. Mun hann ekki hafa kennt nema eitt ár. Hjá honum
lærði Páll Jónsson frá Illugastöðum í Holtshreppi, og kenndi hann
sundið í nokkura tugi ára eða þangað til hann fluttist til Olafsfjarð-
159