Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 162
SKAGFIRÐINGABÓK
ar fyrir fáum árum. Nú er sundkennari Jónmundur Guðmundsson
á Laugalandi í Haganeshreppi.
Kirkjulíf er fremur dauft í Fljótunum — eins og víðast hvar á
landinu, að minnsta kosti í sveitum. Fyrrum voru þrjár kirkjusóknir
í Fljótunum: Barðssókn, Holtssókn og Knappsstaðasókn Skömmu
fyrir aldamótin var reist ný kirkja á Stóra-Holti. Var kirkjan fremur
lítil, en hin prýðilegasta að öllu. En rétt eftir aldamótin vildi það
slys til, að kirkjan fauk, og sást varla örmull eftir af henni, þar
sem hún hafði staðið. Var allur viður í smástúfum á að gizka 50—
60 faðma frá grunninum. Var þá horfið að því ráði að leggja
kirkju niður í Stóra-Holti og skipta sókninni á milli hinna kirkn-
anna. Og eru nú aðeins tvær kirkjur í Fljótum, og verður þess ekki
vart núorðið, að nokkur sakni kirkjunnar í Stóra-Holci, enda er
messusókn dauf í Fljótum, eins og heyrzt hefir að sé antiars staðar
á landinu. Valda þessu ýmsar ástæður og ekki sízt þær, að viðtæki
eru víða, eða á um 30 heimilum. Annað, sem veldur slæmri messu-
sókn, er fólksfæðin á heimilunum. Er víða á bæjum ekki nema hús-
bændurnir og börn þeirra. Hafa þeir oftast nóg að starfa jafnt
helga daga sem aðra daga að ýmsum störfum í þarfir búsins —
störfum sem ekki má slá á frest, ef vel á að fara. Annars er lítið
unnið að stritverkum á sunnudögum, nema þegar um það er að
ræða að bjarga heyjum eða æðardún undan skemmdum eða sinna
lambám um sauðburðinn.
Síðan ég kom í Fljót hafa verið þar 6 þjónandi prestar:
1. Sr. Tómas Björnsson — nú dáinn.
2. Sr. Jónmundur Halldórsson — nú prestur á Stað í Grunna-
vík.
3. Sr. Sigurjón Jónsson — nú prestur á Kirkjubæ í Hróarstungu.
4. Sr. Jósef Jónsson — nú prestur á Setbergi.
5. Sr. Stanley G. Melax — nú prestur á Breiðabólsstað í Vest-
urhópi.
6. Sr. Guðmundur Benediktsson — nú prestur á Barði.
7. Sr. Pálmi Þoroddsson settur prestur um tíma — á milli presta.
160