Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 164
SKAGFIRÐI N GABÓK
er nú, er 2. fl. stöð að sumrinu, en 3. fl. stöð að vetrinum. Allar
stöðvarnar í Holtshreppnum eru 3. fl. stöðvar. Einn heimilissími
er í Fljótunum — Yzta-Mói — og er þaðan aukalína til Haganess.
Síðustu 50 árin hafa Skagfirðingar haft yfir sér þessa sýslumenn:
1. Jóhannes Olafsson. Dáinn sem sýslumaður í Skagafirði.
2. Eggert Briem. Dáinn sem hættur hæstaréttardómari.
3. Páll V. Bjarnason. Dáinn sem sýslumaður Snæfellinga.
4. Guðmundur Björnsson. Dáinn sem sýslumaður Borgfirðinga.
5. Magnús Guðmundsson. Dáinn sem hæstaréttarmálafærslu-
maður.
6. Kristján Linnet. Sýslumaður Vestmannaeyinga. Nú hættur
fyrir aldurs sakir.
7. Sigurður Sigurðsson. Nú sýslumaður Skagfirðinga.
Um alla þessa sýslumenn er það eitt að segja, að þeir hafa verið
prýðilegir menn, og hafa allir átt það sameiginlegt að vera alþýð-
legir menn og einnig hitt að gjöra alla jafna, þegar lögin voru ann-
ars vegar. Vitanlega hafa sýslumennirnir þótt misjafnir að ýmsu
leyti, og er það eðlilegt, því að sé engir tveir menn jafnir, má geta
nærri, að sjö menn geta ekki heldur verið það.
Fyrir 50 árum var Siglufjörður, Ólafsfjörður, Fljót og Sléttu-
hlíð eitt læknisumdæmi eða læknishérað og þó lengra inn eftir
Skagafjarðarsýslunni, og sat læknirinn í Siglufirði. Hét hann Helgi
Guðmundsson frá Hóli í Reykjavík. Seinna var stofnað Hofsós-
læknishérað, og átti læknirinn aðsetur í Hofsósi. Fljótin fylgdu
þessu héraði ásamt Sléttuhlíðinni og fleiri sveitum inn með Skaga-
firðinum. Ennþá seinna var Ólafsfjörður gerður að sérstöku læknis-
héraði.
I Hofsóshéraði varð fyrstur læknir Magnús Jóhannsson frá Ara-
bæ í Reykjavík. Var hann þar læknir í mörg ár og dó þar. Þá voru
þar millibilslæknar um tíma Björn Gunnlaugsson (nú læknir í
Reykjavík), Ari Jónsson, Jón Benediktsson o. fl. Eftir þetta milli-
bilsástand var skipaður þangað Páll Sigurðsson frá Lölukoti. Hann
var læknir þar í nokkur ár, en fékk máttleysisveikina og varð að
hætta læknisstörfum í sveitahéraði. Fluttist hann þá til Reykjavík-
162