Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 165
FLJÓT
ur og er þar nú sem starfandi læknir. A eftir Páli var Bragi Olafs-
son skipaður í Hofsóshéraðið, og er hann þar nú.
Það er óhætt að segja, að Fljótamenn hafa verið heppnir með
alla sína lækna. Þeir hafa verið samvizkusamir í embættisrekstri
sínum, fljótir í heimanbúnaði, þegar þess hefir þurft, jafnt vetur og
sumar, og ótrauðir að fara fótgangandi, þegar því hefir verið að
skipta.
Ekkert sjúkrahús er í þessu læknishéraði, en sjúkraskýli lítið er í
Hofsósi í sambandi við læknisbústaðinn, sem læknishéraðið keypti
fyrir nokkurum árum og á nú. Njóta Fljótamenn þessa skýlis hlut-
fallslega á við aðra íbúa héraðsins.
Raddir hafa heyrzt um það í Fljótum, að sveitin ætti að verða
sérstakt læknishérað, aðallega vegna þess, hve hún er afskekkt. Enn
fremur hafa Stíflumenn sumir smngið upp á því, að Stíflan legðist
til Olafsfjarðarlæknishéraðs. En hvað úr þessum bollaleggingum
verður, er einskis manns að gizka á. En með bætmm bílferðum frá
læknisbústaðnum í Hofsósi og um Fljótin má telja, að það sé engin
frágangssök fyrir Fljótamenn að vitja læknis í Hofsós, sérstaklega
í samanburði við þá, sem búa fremst inni í Skagafjarðardölum. Þess
utan geta Fljótamenn vitjað meðala til lækna í Siglufirði og Olafs-
firði, ef þeim þykir það henmgra.
Enn er eitt, sem kemur til athugunar við þetta mál, og það er,
að nú eru fjórar símastöðvar í Fljótum, og má frá þeim öllum tala
við læknana í kring.
I sambandi við læknamálið má geta þess, að áður en Hofsóshér-
aðið var stofnað, var talsvert haft um hönd af smáskammtalækn-
ingum. Ég man ekki eftir nema þessum þremur smáskammtalækn-
um: 1. Grími Grímssyni á Minni-Reykjum í Flókadal, 2. Margréti
dóttur hans og 3. Guðvarði Nikulássyni á Melbreið. Grímur var
eyfirzkur að ætt og bjó lengi á Minni-Reykjum og dó þar, áður en
ég kom í Fljót. Margrét dóttir hans var lærð Ijósmóðir. Hún var
gift Þorláki Þorlákssyni. Bjuggu þau á ýmsum stöðum í Fljótunum
og fluttust til Isafjarðar. Þar búa þau nú. Guðvarður bjó lengi á
Hvammi í Fljótum, síðan á Knappsstöðum og seinast á Melbreið,
og þar dó hann háaldraður.
163