Skagfirðingabók - 01.01.1966, Síða 168
SKAGFIRÐIN GABÓK
ekki á aðfinnslum í bundnu máli. Þetta hafði þann kost með sér,
að börnin kepptust við að læra hjá honum, því að máttur hins
bundna máls var mikill í þá daga •— til góðs eða ills eftir atvikum.
Langsamlegur meiri hluti lausavísna hans er um börn og varðar
námið á einn eða annan veg, eins og síðar verður að vikið.
Sigvaldi var með börnunum í leik eigi síður en í starfi, þótti
mesti hlaupagikkur og leikfær á allan hátt, enda manna hvatlegast-
ur.
Þótt Sigvalda yrði aldrei neitt við hendur fast og væri drykkfelld-
ur og kvenhollur, var hann í hávegum hafður. Hann var marg-
fróður, skemmtinn og vandaður, en skapheitur var hann og þungur
á bárunni, ef honum þótti, vinur mikill vina sinna, en erfiður óvin-
um, þó ekki níðskældinn.
Þegar Skagfirðingar gerðu hina frægu aðför að Grími amrmanni
Jónssyni árið 1849, var Sigvaldi kosinn til forystu ásamt nokkrum
öðrum. Sýnir það ljóslega, hvað sem um Norðurreiðina má segja að
öðru leyti, hvílíkt traust menn höfðu á honum til stórræða, því að
aðförin var engan veginn áhættulaus. Þegar Þingvallareið var far-
in skömmu síðar, var Sigvaldi í þeirri för: Þegar Skagfirðingar
„komu suður á fjöllin, spurðu þeir af lestamönnum, að allir mundu
þeir teknir, er suður kæmi..." Þegar þeir svo komu af þingi og
halda áleiðis til Reykjavíkur, hitta þeir Jónas hreppstjóra Einarsson
á Gili í Svartárdal, og hann segir þeim, „að ei mundi með öllu ó-
hætt í Vík að ríða. Fóru þeir þó leiðar sinnar, en gerðu orð á, ef
allt sýndist ótryggilegt, að skjóta hinum beztu hestum undir Sig-
valda og senda hann norður að kveðja menn upp ..." Ef eitthvað
er að marka þessa frásögn Gísla Konráðssonar, má hún vera ijóst
dæmi um það traust, sem Sigvaldi naut, um leið og atburðir þessir
lýsa skapferli hans að nokkru.
Fleira má nefna, sem kalla mætti nokkurt veraldargengi Sig-
valda, þótt ekki gegndi hann virðingarstöðum í héraði.
Þegar fjárkláðinn barst hingað til lands árið 1856, voru settir
verðir til að hefta útbreiðslu hans norður í land. Sigvaldi var brátt
skipaður varðstjóri í Blönduverðinum og kallaði varðkofa sinn i
166