Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 169
SIGVALDI SKAGFIRÐINGUR
Guðlaugstungum Lækjarbakka. Síðar varð hann varðforingi í
Hvítárverði og einnig yfirforingi við Botnsvoga. Þessa mikla og
vandasama trúnaðarstarfs gætti hann með frábærri trúmennsku
fram á elliár. Sigvaldi var sonur fjallanna og hvarf þannig að
nokkru til upphafs síns. Nú kunni hann þeirri einsemd vel, sem
varð honum svo þrautaþung á æskuárum uppi í Staðarfjöllum.
Hann yrkir kvæðið Varðlok 1864 og heldur þá, að hann sé að
kveðja fjöllin hinztu kveðju. En þar fór á aðra leið — nær sanni,
að hann væri að hefja varðmennskuferilinn, þótt hann þá ætti sex
sumur að baki í því starfi.
Hér fer á eftir sýnishorn úr kvæðinu, tekið af handahófi:
Ljómar í austri lausnardagur,
líka er ferðaveður gott;
sjá vil ég nú, hvort sannur hagur
sé mér að fara héðan brott.
Þó nokkrum eymdar þyki býli
þetta, sem reist á fjöllum er,
fullþokkalegt og farsælt skýli
fyrst og síðast það reyndist mér.1
Mörgum virðist, að ill sé ævi
efst á f jöllum við jökulrót,
aðra þó hörmung yfirgnæfi,
einmani þar að lýja fót.
Sínum augum á silfrið lítur
sérhver, og líka viðgengst það:
ánægju góðrar einn þar nýtur,
annar forðast hinn sama stað.
1 Hér mun Sigvaldi eiga við varðkofa sinn, Lækjarbakka. En varðmenn
gáfu kofum sínum nöfn. Þegar Sigvaldi ritaði yfirboðurum sínum varð-
skýrslur, var undirskriftin: Sigvaldi Jónsson frá Lækjarbakka.
167