Skagfirðingabók - 01.01.1966, Qupperneq 171
SIGVALDI SKAGFIRÐINGUR
Þess hefur verið getið hér áður, að Sigvaldi hafi verið ölkær og
kvenhollur, en slíkt hafi ekki orðið til að draga úr vinsældum hans,
enda hvort tveggja snar þáttur í fari Skagfirðinga í þann tíð. Einn
var þó sá maður, sem tíðrætt varð um þennan breyskleika: Sig-
valdi sjálfur. Syndin og iðrunin er uppistaðan í flestum ljóðum
hans. Annað veifið er hann allur á valdi lífsnautnarinnar, en hitt
sleginn bitrum samvizkukvölum og ákallar þá guð sinn um vægð.
Þessar andstæður benda á veila geðsmuni, enda áttu þeir eftir að
koma skýrt í ljós á efri árum hans.
Syndir hans voru einkum tvenns konar, drykkjuskapur og
kvennafar. Oft gerði hann sig sekan í báðum samt, og því ekki
furða, þótt yfir hann þyrmdi að leikslokum.
Sigvaldi eignaðist nokkur launbörn. Með Aslaugu, dóttur Hann-
esar Þorvarðarsonar á Reykjarhóli í Seyluhreppi, átti hann Egil,
sem síðast bjó að Syðra-Ósi á Höfðaströnd (d. 1930), og Sigur-
laugu, sem dó ung. Mun Sigvaldi hafa haft hug á að eiga Aslaugu,
en sambúð þeirra var stormasöm:
Nú hvort öðru gráleg gjöld
greiða og baka hrelling,
en beztu vinir verða í kvöld
Valdi og Lauga kerling.
Slíkt nægði þó ekki til hjúskapar.1
Sigvaldi kvæntist öðru sinni árið 1860 Soffíu Jónsdóttur, dóttur
Jóns Magnússonar prests í Glaumbæ, Magnússonar, og sat fyrri
kona hans, Guðrún, brúðkaup þeirra, og þótti fara vel á. Þau eign-
uðust átta börn, og dóu fimm þeirra í æsku.
Ekki kann sá, er þetta ritar, að segja frá börnum þeirra, en dóttur
átti Sigvaldi, er Stefanía Sigríður hét. Telur Páll E. Ólason hana
laundóttur Sigvalda, en ekki er ófyrirsynju að ætla hana dóttur
Soffíu og hans. Enn átti Sigvaldi son, er Jón hét. Hann gekk á
Möðruvallaskólann, fór síðan til Vesturheims og var lengi bóndi
1 Sjá ennfremur Sagnablöð hin nýju, bls. 156—57, Rvík 1956.
169