Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 180
S KAG FIRÐINGABÓK
Baldvin skáldi Jónsson kvað á móti:
Hann við batzt sú hugsun ein
hruma fast að styðja,
og að kasta steini á Stein
stór er lastaiðja.
Þegar Sigurlaug Jónasdóttir frá Gili í Svartárdal, síðar seinni
kona Sigurðar hreppstjóra Arnasonar í Höfnum, átti barnið með Is-
leifi seka, lcvað Gísli Konráðsson:
Sigurlaug í Köldukinn
komst í vanda næman:
átti spaug við óheppinn
ísleif, fjanda slæman.
Þegar Sigvaldi heyrði vísuna, reiddist hann, því að honum þótti
nærri höggvið vinafólki sínu, og kvað:
Greindu mér það, Gísli minn,
hver gaf þér vald að dæma?
ísleif kalla ég óheppinn,
en ekki f jandann slæma.
A Bergsstöðum í Hallárdal bjó Guðmundur Einarsson. Sonur
hans, Lárus að nafni, var hagleiksmaður mikill og lagði mjög stund
á smíðar og hvers konar föndur. Hann var snillingur að tálga til
fugla úr ýsubeinum, m. a. rjúpur. Því var það eitt sinn, er óvenju-
lítið var um rjúpu, að Sigvaldi kvað:
Engin rjúpa sést nú senn,
sveinar veiði tapa.
Herra Lárus halda menn
hættur sé að skapa.
Um daga Sigvalda spreyttu hagyrðingar sig tíðum á að semja
gátur í bundnu máli, og lagði hann nokkuð til þeirrar íþróttar. Hér
er sýnishorn:
178